Bænavikan - 22.11.1958, Blaðsíða 3
3
sögum sínum: „Líkt er himnaríki fjársjóði, er
fólginn var í akri, en maður nokkur fann og
faldi, og í gleði sinni fer hann burt og selur
allt sem hann á, og kaupir akur þennan.“ —
Matt. 13, 44.
Hinn kristni öðlast beinlínis eitthvað óend-
anlega verðmikið. 1 samanburði við jarðneska
hluti verður það ómetanlegt. „1 dæmisögunni
táknar akurinn, sem fjársjóðurinn var falinn
í, Heilaga Ritingu, og fagnaðarerindið er fjár-
sjóðurinn. Jörðin sjálf er ekki eins full af
gullæðum og verömætum og orð Guðs.“ —
Christ’s Object Lessons, 104. Það var þegar
maðurinn í dæmisögunni gerði sér ljós verð-
mæti fjársjóðsins í akrinum, að hann seldi
allar eigur sínar, til þess að geta öðlazt akur-
inn. Hann var ákveðinn í að öðlast fjársjóðinn,
sem í honum fólst. Þannig er það með þá, sem
uppgötva gildi himneskra verðmæta. Öllu er
fórnað, frægð og eignum, og fangelsun, bar-
smíð og smán er tekið með fúsu geði í skiptum
fyrir gleðina, sem f jársjóðurinn veitir. Leynd-
ardómur gleði hins kristna felst í því, að hann
gerir sér grein fyrir gildi þess sannleika, sem
orð Guðs inniheldur og tileinkar sér hann.
Hinn síðasti söfnuður, sem væntir bráðrar
endurkomu Drottins, hefur meiri ástæðu en
nokkrir aðrir til að gleðjast. Endurkoma
Krists til jarðarinnar og endanleg endurlausn
fylgjenda hans er uppfylling frelsunaráforms-
ins. Fullvissan um það, að þjáningar þessa
tíma séu ekkert í samanburði við þá dýrð, sem
á okkur muni opinberast, veitir fylgjendum
hans styrk til að standast reynslur og mót-
læti. Þó að börn Guðs séu ofsótt og aðþrengd,
líta þau fram til þess dags, er þau munu
segja: „Sjá, þessi er vor Guð; vér vonuðum
á hann, að hann mundi frelsa oss ... fögnum
og gleðjumst yfir hjálpræði hans.“ Jes. 25, 9.
Það fer eftir því hve innilega hinn kristni
þráir skjóta endurkomu Drottins, hve djúp og
einlæg gleði hans er. Það hefði ekki verið
hægt að hughreysta lærisveinana með neinu
betra, þegar Jesús varð uppnuminn frá þeim
til himins, en að segja þeim, að hann mundi
koma aftur. Söfnuður Guðs nú á dögum gleðst
yfir þeirri fullvissu, að Jesús muni brátt koma
aftur. Þrátt fyrir mótlæti, ofsóknir og ást-
vinamissi, „hugga þeir hver annan með þess-
um orðum.“
Frumherjar Aðventhreyfingarinnar tjáðu
oft gleði sína vegna tilhugsunarinnar um end-
urkomu Krists í söng.
„Ó, sú huggun, ó, sú gleði,
að vér skulum bráðum fá
syngja Móse söng og lambsins,
sælu dýrðarlandi á.“
Sálm. og Lofs. nr. 164.
„Ó, blessuð stund, er ljóss í sölum ljómar
Guðs ljósið skært og hinzta er stigið fet;
og söngur skær hjá himinsveitum hljómar,
og hryggð ei mæðir neinn, sem áður grét.“
Sama bók nr. 169.
Þótt hinn kristni gleðjist, vegna þess að
brátt mun von hans rætast, gleymir hann ekki
ábyrgðinni, sem hann ber gagnvart með-
bræðrum sínum. Hann verður að gera þá
einnig hluttakendur þeirrar vonar, er hann
elur með sér. Heimurinn þarfnast þessarar
vonar. Það er engin önnur lausn á vandamál-
um heimsins en að ríki þessa heims verði að
ríki Guðs, sem mun standa að eilífu. Á máli
spámannsins er jörðin orðin eins og útslitið
fat. Án fullvissunnar um endurkomu Krists,
er framtíðin myrk og vonlaus. „Drottinn kem-
ur, og ekki dvelst honum,“ segir Sálmaskáld-
ið. „Lítið upp, því að lausn yðar er í nánd.“
Þannig talar Guð til hinna bíðandi barna
sinna, sem lifa á hinum síðustu og örðugu
tímum. Það er aðeins hægt að beina vonar-
augum sínum „upp“, þar sem Guð heldur enn
í taumana og vakir yfir velferð barna sinna.
Hvernig getur hinn kristni bezt sýnt trú
sína og gegnt ábyrgðarstarfi sínu sem vottur
Guðs nú á dögum? Á það að vera munnlegur
vitnisburður formlegrar trúar? Um líf Meist-
arans sjálfs á jörðunni er sagt: „Og lífið var
ljós mannanna." Kristið líferni er enn þann
dag í dag áhrifaríkasti vitnisburðurinn.
„Við eigum ekki aðeins að vitna um Guð
með því að prédika sannleikann eða útbreiða
bókmenntir. Minnumst þess jafnan, að kristi-
legt líferni er öflugasta röksemdafærslan
kristindóminum í vil, og að auvirðilegt hátt-
erni kristins manns vinnur meira tjón í heim-
inum en hátterni veraldlegs manns. Allar
bækur samanlagt geta ekki komið í staðinn
fyrir helgað líferni. Menn munu trúa því, sem
söfnuðurinn lifir, en ekki því, sem prédikar-
inn segir í ræðustólnum. Lifandi prédikun