Bænavikan - 22.11.1958, Page 4

Bænavikan - 22.11.1958, Page 4
4 þeirra, sem segjast vera málsvarar sannleik- ans, brýtur oft í bág við áhrif prédikunarinn- ar, sem flutt er í ræðustólnum." — Testimon- ies, 9 b. 21. Hversu fullkomið fordæmi kristilegs vitnis- burðar er þetta ekki! Sé eftir því breytt, mun vitnisburður okkar fyrir Meistarann verða áhrifaríkur. Kæru aðventsystkini, það verður að breyta eftir því. Við hvorki þorum né get- um verið kærulaus, hálfvolg eða úthaldslaus og afneitað því, sem við játum með vörunum, í lífi okkar. Trúin verður að birtast í lífinu á raunhæfah hátt, því að eigi orðum manns að vera trúað, verður lífernið að vera þeim samkvæmt. Þar sem við væntum örugglega skjótrar endurkomu Drottins, erum við ábyrg fyrir meðbræðrum okkar fjær og nær. „Sá tími er kominn, þegar boðskapurinn um bráða endurkomu Krists á að hljóma um all- an heiminn.“ Sama bók 24. Þetta er hlutverk hins síðasta safnaðar, hann á að boða það með sannfæringu og mætti, sem hann einlægiega trúir og iðkar. Það eru til þeir trúflokkar, sem kenningarlega hafa endurkomu Krists sem eina af trúarsetning- um sínum, en fyrir hinum síðasta söfnuði verður bráð endurkoma Krists að vera mjög raunhæf, og söfnuðurinn verður að gera allt, sem hægt er, til að kunngera með árangri: ,,Sjá, brúðguminn kemur, gangið út til móts við hann.“ Hér mun það varða trú manna meiru, hvernig söfnuðurinn lifir en hvað pré- dikað er, þess vegna er það svo áríðandi, að við lifum samkvæmt játningu okkar. Allt, sem við tökum okkur fyrir hendur, ætti að vera þessi vitnisburður: „Sjá, hann kemur.“ Ætl- unarverkið, sem söfnuðinum hefur verið falið, er að boða heiminum þennan boðskap. Þar eð við gleðjumst í þessari von, ættum við að vera kostgæfin í að kunngera hana hverri þjóð, kynkvísl, tungu og lýð. Þetta er hlut- verk okkar. Það er vel viðeigandi, að ljúka þessum fyrsta lestri Bænavikunnar með eftir- farandi lýsingu á hinum dýrðlega viðburði, sem Str. E.G.White hefur ritað: „Kristur mun brátt koma aftur, og við verðum að vera reiðubúin til að mæta honum í friði. Ásetjum okkur að gera allt, sem í okkar valdi stendur, til að miðla meðbræðr- um okkar af ljósinu. Við eigum ekki að vera hrygg heldur glöð og hafa Drottinn Jesúm stöðugt fyrir hugskotssjónum. Hann mun brátt koma, og við verðum að vera viðbúin og bíða þess, að hann birtist. Ó, hversu dýrðlegt mun það ekki verða að sjá hann og heyra hann bjóða okkur velkomin sem endurleyst börn hans! Við höfum beðið lengi, en von okkar á ekki að dvína. Ef við getum aðeins séð konunginn í dýrð hans, munum við hljóta eilífa blessun. Mig langar til að hrópa hátt: ,Höldum heim!‘ Við nálgumst þann tíma, þegar Kristur mun koma í mætti og mikilli dýrð, til að taka hina endurleystu með sér til hinna eilífu heimkynna." — Testimonies, 8. b. 253. Megi þessi Bænavika enn á ný vekja okkur til umhugsunar um það, að við „höldum heim“, og að brátt munum við verða með Drottni í því landi, sem hann fór til að undir- búa fyrir þá, sem vænta komu hans.

x

Bænavikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bænavikan
https://timarit.is/publication/1870

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.