Bænavikan - 22.11.1958, Qupperneq 5

Bænavikan - 22.11.1958, Qupperneq 5
5 Lestur sunnudagsins 23. nóvember 1958. l#e(ta i»Ik «« Spádómarnir EFTIR FORDYCE W. DETAMORE „Þar sem engar vitranir e'ru, kemst fólkið á glapstigu." Orðs. 29, 18. Við erum spádómsfólk og höfum hlotið vitr- anir, himneskar vitranir. Boðberar Guðs koma ekki með sefandi eða vinsælan boðskap á okkar dögum. Þeir eru fremur eins og „varðmenn yfir múrum þínum, Jerúsalem; þeir skulu aldrei þegja, hvorki um daga né nætur. Þér, sem minnið Drottin á, unni-ð yðar engrar hvíldar." Jes. 62, 6. í sambandi við þetta varpar Páll þessari spurningu fram: „Því að svo er um lúðurinn; gefi hann óskilmerkilegt hljóð, hver býr sig þá til bardaga?" 1. Kor. 14, 8. Er ekki hætta á að við látum undan freist- ingunni til að prédika eitthvaö sefandi á hættutímum, — geðþekkan boðskap, sem ekki flytur tímabær sannindi? Páll hvetur söfnuðinn til að vera stöðugt á verði, vakandi og biðjandi. „Þegar menn segja: ,Friður og engin hætta1, þá kemur snögglega tortíming yfir þá, ... og þeir munu alls ekki undan komast. En þér, bræður, eruð ekki i myrkri, svo að dagurinn geti komið yfir yður sem þjófur. ... Vér skulum þess vegna ekki sofa eins og aðrir, heldur vökum og verum al- gáðir.“ 1. Þess. 5, 2—6. 1 24. kap. Matteusarguðspjalls varaði Jesús við því, að sumir þjóna hans myndu segja: „Herra mínum dvelst.“ Þessu til skýringar sagði hann dæmisöguna um meyjarnar tíu. Athugum nokkur alvarleg atriði þessarar sí- gildu sögu. „En er brúðgumanum dvaldist, syfjaði þær allar og þær sofnuðu." Verið getur, að okkur geðjist ekki að orðinu ,,allar“, en það er þar nú samt. „syfjaði þær allar og þær sofnuðu." „Og þær, sem viðbúnar voru, gengu með honum inn til brúðkaupsins, og dyrunum var lokað." „Sannlega segi ég yður, ég þekki yður eigi.“ Við erum öll í mikilli hættu fyrir því að láta okkur nægja þetta líf og geðjast aö því. Húsin okkar og jarðirnar, nútíma þægindi og renni- legu bifreiðarnar okkar, allt þetta veldur því, að við erum andvaralaus í Zíon. Guð verður að hrista okkur til, hann verður að vekja okkur. Þvílíkur tími, sem við lifum á! Já, en hvílík hættustund er það ekki, sem við veljum okk- ur til að njóta lífsins, þegar heill heimur berst að feigðarósi, óviðbúinn og að mestu viðvör- unarlaus. Tökum við spádómana eins alvarlega og við ættum að gera? Tökum við þá eins bókstaf- lega og við verðum að gera, ef við eigum að taka við okkur, áður en það er orðið of seint? Er ekki hætta á, að við reynum að þýða á andlegan hátt ýmis spádómstákn og viðvaranir, þar til lúðrarnir fara að gefa frá sér óskilmerkilegt hljóð? Hefur ekki viðvör- unarmerki lúðranna okkar breytzt í sefandi vögguvísu? Habakúk, annar kapítuli, lýsir merkilegu ástandi ráðvillts spámanns eða prédikara: „Eg ætla að nema staðar á varðbergi mínu og ganga út á virkisvegginn og skyggnast um, til þess að sjá, hvað hann talar við mig og hverju hann svarar umkvörtun minni. Þá svaraði Drottinn mér og sagði: Skrifa þú vitrunina upp og letra svo skýrt á spjöldin, að lesa megi viðstöðulaust. Því að enn hefur vitrunin sinn ákveðna tíma, en hún skundar að takmarkinu og bregzt ekki. Þótt hún dragist, þá vænt hennar; því að hún mun vissulega fram koma og ekki undan líða.“ Hab. 2, 1—3. Habakúk virtist hugsa meira um það, hvern- ig hann ætti að svara umkvörtunum og gagn- rýninni, sem boðskapur hans mætti, en þýð- ingu þess, að vera á varðbergi. Hann var hræddur um, að hinn beinskeytti boðskapur

x

Bænavikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bænavikan
https://timarit.is/publication/1870

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.