Bænavikan - 22.11.1958, Blaðsíða 6

Bænavikan - 22.11.1958, Blaðsíða 6
6 hans gæti virzt órökfastur og fullnægði ekki kröfum hinna svokölluðu menntamanna. „Hverju á ég að svara, þegar rökrætt verður við mig,” (ensk þýð.) En tökum eftir svari Guðs. Habakúk, hafðu ekki áhyggjur af því, hverju þú eigir að svara, þegar rökrætt verður við þig. Hlutverk þitt er að kunngera spádóminn. Það getur verið að þeir útskýri hann þannig, að hann verði að engu eða þeir leggi í hann óeiginlega merk- ingu; verið getur að þeir segi, að tímaákvörð- unin hafi brugðizt, en að lokum mun hann rætast: „Þótt hún (vitrunin) dragist, þá vænt hennar, því að hún mun vissuuega fram koma og ekki undan líða.“ Það er mál til komið, að við látum koma skilmerkilegt hljóð úr spádómslúðrinum. Heimurinn er í ögnþveiti og ringulreið. Þvílíkur tími til að bera fram gamaldags spádómsboð- skap! Hvílíkt umhverfi til að láta viðvörunar- lúður spádómsins hljóma! Við erum ekki aðeins spádómsfólk, heldur fólk tíma-spádóms, sem fyrst er skráður í Daníelsbók og síðan í Opinberunarbókinni — örlagasynir — spádómssynir — með boðskap fyrir þennan sérstaka tíma. Enginn annar flytur eða getur flutt boð- skapinn um dóminn. Enginn annar gefur eða getur gefið skýringu á viðvöruninni í sam- bandi við merki dýrsins. Enginn annar hefur aðstöðu til að láta kallið, „gangið út úr Babý- lon“, hljóma og með því uppfyllt spádóminn í Opinberunarbókinni 18, 1. „Og eftir þetta sá ég annan engil stíga ofan af himni og hafði hann mikið vald, og jörðin ljómaði af dýrð hans.“ Ef við lítum á spádómsklukkuna nú, er ekki erfitt að sjá, hvað tímanum líður: „Þá sagði hann við þá: Þjóð mun rísa upp gegn þjóð og konungsríki gegn konungsríki, og miklir jarð- skjálftar munu verða og á ýmsum stöðum hallæri og drepsóttir; og verða munu voða- fyrirburðir og tákn mikil á himni.“ Lúk. 21, 10. 11. Nú á dögum birtast vissulega voðafyrir- brigði og stórmerki á himnum, eða er það ekki? Mönnum er skyndilega ógnað með eld- flaugum og gervihnöttum, sem þeysast um himinhvolfið. „Og menn munu gefa upp önd- ina af ótta og kvíða fyrir því, er koma mun yfir heimsbyggðina, því að kraftar himnanna munu bifast.“ 26. v. Menn líta upp í háloftin, vitandi að eitthvað enn ógurlegra er í vændum. Hvað verður næst? Jesús heldur þannig áfram: „En þegar þetta tekur að koma fram, þá réttið úr yður og lyftið upp höfðum yðar, því að lausn yðar er í nánd.“ 28. v. Við erum minnt á það í Early Writings, bls. 36, að reiði meðal þjóðanna gefi til kynna, hve áliðið sé orðið. „Þjóðirnar reiðast, en þegar æðsti prestur okkar hefur lokið starfi sínu í helgidóminum, mun hann standa upp og íklæðast hefndarbúningi sínum, og þá mun sjö síðustu plágunum verða úthellt." Jóhannes sá, að alþjóðleg misklíð var síðasti fyrirboði uppskerutíma jarðarinnar. „Og sjö- undi engillinn básúnaði, og heyrðust þá raddir miklar á himni, er sögðu: Heimsríkið er orðið ríki Drottins vors og hans Smurða, og hann mun ríkja um aldir alda. ... Og þjóðirnar reiddust, og reiði þín kom og sá tími, er dauð- ir skulu dæmdir verða, og tíminn til að gefa laun þjónum þínum, spámönnunum og hinum heilögu og þeim sem óttast nafn þitt, smáum og stórum, og til að eyða þeim, sem jörðina eyða.“ Op. 11, 15. 18. Ennfremur í Op. 16, 12., 14—17. „Og hinn sétti helti úr sinni skál yfir fljótið mikla, Evfrat; og vatnið í því þornaði upp, svo að vegur yrði búinn fyrir konungana, ... því að þeir eru djöfla-andar, sem gjöra tákn og ganga út til konunga allrar heimsbyggðar- innar, til að safna þeim saman til stríðsins á hinum mikla degi Guðs hins alvalda. — Sjá, ég kem eins og þjófur .. . Og þeir söfnuðu þeim saman á þann stað, sem á hebresku kall- ast Harmagedón. Og hinn sjöundi hellti úr sinni skál yfir loftið, og raust mikil kom út úr musterinu, frá hásætinu og sagði: Það er fram komið.“ Konungarnir úr sólaruppkomu- stað hafa risið upp. Þjóðirnar eru reiðar. Það lítur í sannleika út fyrir, að jörðin haldi í átt- ina til Harmagedón. Við skulum rifja upp nokkrar alvarlegar viðvaranir, áskoranir og hvatningar, sem við höfum hlotið í ritum Str. White: „Syndin hefur nærri því náð hámarki sínu. Ringulreið ríkir í heiminum, og miklar ógnir munu enn koma yfir mennina. Endirinn er

x

Bænavikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bænavikan
https://timarit.is/publication/1870

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.