Bænavikan - 22.11.1958, Page 8

Bænavikan - 22.11.1958, Page 8
8 ugt ljósara, að dómar Guðs dynja yfir heim- inum. Með eldi, flóðum og jarðskjálftum var- ar hann íbúa jaröarinnar við bráðri komu sinni. Sá tími nálgast, þegar úrslitastund mannkynssögunnar rennur upp, þegar fylgzt verður af áhuga og sérstökum skilningi með hverri minnstu hreyfingu á stjórnartaumum Guðs. í skjótri röð munu dómar Guðs koma fram, — eldur, flóð og jarðskjálfti með stríði og blóðsúthellingum.“ Testimonies, 9. b. bls. 97. ,,Andi Guðs hefur þegar dregið sig í hlé frá heiminum .Fellibylir, stormar, ofviðri, eldur og flóð, slys bæði á sjó og landi eru daglegir viðburðir. Vísindin leitast við að útskýra allt þetta. Táknin, sem hlaðast upp umhverfis okk- ur og segja frá bráðri endurkomu Guðs sonar, eru talin merki alls annars en hins eina rétta. Menn geta ekki greint varðenglana, sem halda vindunum fjórum í skefjum, svo að þeir blási ekki yfir jörðina, fyrr en þjónar Guðs eru inn- siglaðir, en þegar Guð býður englum sínum að sleppa vindunum lausum, mun þvílík ógnar- öld renna upp, að enginn penni fær lýst henni.“ Testimonies, 6. b. bls. 408. Látum þessi innblásnu orð verða okkur per- sónuleg hvatning í þessari Bænaviku: ,,Væri hægt að lyfta tjaldinu til hliðar, gætir þú séð tilgang Guðs og dóminn, sem brátt mun dynaj á heiminum. Gætir þú séð þína eigin hegðun, myndir þú bera kvíðboga fyrir sálar- heill þinni og meðbræðra þinna. Einlægar bænir myndu stíga upp til himins. Þú myndir gráta milli hliðsins og altarisins og játa and- lega blindu þína og ófullkomleika." Testimon- ies, 6. b. bls. 408. Mætti þessi Bænavika vera okkur persónu- legt kall til að nálægjast Guð. Og mætti hún einnig verða hvatning og áskorun fyrir söfn- uðinn. „Statt upp, skín þú, því að ljós þitt kemur og dýrð Drottins rennur upp yfir þér! Því sjá, myrkur grúfir yfir jörðinni og sorti yfir þjóð- unum; en yfir þér upp rennur Drottinn, og dýrð hans birtist yfir þér.“ Jes. 60, 1. 2.

x

Bænavikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bænavikan
https://timarit.is/publication/1870

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.