Bænavikan - 22.11.1958, Qupperneq 9
9
Lestur mánudagsins 24. nóvember 1958.
Kriwíilegur fullþroski
F.FTIR REUBEN G. MANALAYSAY
Kristna lífið hefst, þegar maöurinn fæðist í
fjölskyldu Krists. Þegar maðurinn snýr sér til
Krists, er hann eins og nýfætt barn, sem á að
vaxa upp ásamt öllum þeim, sem játa nafn
Krists, og ná vaxtartakmarki Krists-fyllingar-
innar.
Str. White vekur athygli á því, að margir,
sem þekkja sannleikann, vaxi ekki og þrosk-
ist eins og vera ber. Hún segir: „Þeir bera
ekki ferskan vitnisburð persónulegrar reynslu
í hinu kristna lífi; þeir segja ekki frá neinum
nýjum sigurvinningum í hinu heilaga stríði,
þess í stað verður aðeins vart við gamlar
venjur, — orðalag bæna þeirra og áminninga
er alltaf eins. Bænir þeirra taka aldrei á sig
nýjan svip; þeir sýna engan aukinn skilning
á hinu guðlega eða aukna lifandi trú. Slíkir
eru ekki lifandi jurtir í garði Drottins, sem
skjóta nýjum frjóöngum og gefa frá sér ilm
heilags lífs. Þeir eru ekki í vexti.“ Hún segir
ennfremur: „Andlega stöðnunin, sem er ríkj-
andi, er ógurleg." Síðan varpar hún þessari
spurningu fram: „Bræður, viljið þið að kristi-
legur vöxtur ykkar sé kyrkingslegur, eða vilj-
ið þið að andlegt líf ykkar taki heilbrigðum
framförum?" Testimonies, 5. b. bls. 265. Sem
svar við þessari spurningu ætti hver sann-
kristinn maður eða kona að segja: „Guð,
hjálpa þú mér að ná vaxtartakmarki Krists-
fyllingarinnar."
Það er vel viðeigandi að líkja upphafi hins
andlega lífs við sæði, sem skýtur frjóöngum
og nær fullum þroska. En fyrst verður að
vera líf í sæðinu, og það gildir einnig um þann,
sem vill vera barn Guðs. Jurtir og dýr eru
lífs, vegna þess að Guð gaf þeim lífið. Þegar
hið skapaða hefur öðlazt þetta líf, vex það og
þroskast. Á sama hátt og jurtin festir rætur
í jörðinni eigum við að festa rætur í Kristi.
„Jurtin hlýtur annað hvort að vaxa eða deyja.
Eins og vöxtur hennar er hljóður og ósýni-
legur en framhaldandi er þroska hins kristna
lífs farið. Líf okkar getur verið fullkomið á
hvaða þroskastigi sem er, en ef tilgangur Guðs
með okkur á að nást, verður stöðug framför
að eiga sér stað.“ Christ’s Object Lessons,
bls. 65. Hversu þýðingarmikið er það því ekki,
að við komum greinilega auga á tilgang Guðs
með okkur. Því að „um leið og tækifæri okkar
aukast, eykst reynsla okkar og þekking. Við
munum öðlast styrk til að taka okkur ábyrgð
á herðar, og þroski okkar mun verða í hlut-
falli við forréttindi okkar.“ Sama bók, bls.
65, 66.
Á sama hátt og jurtin nærist á því, sem
Guð hefur fyrirbúið til að viðhalda lífinu, „á
hinn kristni að nærast á því að samstarfa með
guðlegum máttarvöldum ... “ Líkamlegur
þroski mannsins er háður fæðu, lofti, ljósi,
hreyfingu og hvíld. Þannig er einnig kristi-
legum vexti og þroska varið. Líf hins kristna
þarf á næringu að halda. Sál mannsins upp-
byggist á því, sem hún nærist á. „Maðurinn
lifir ekki á brauði einu saman, heldur á sér-
hverju orði, sem fram gengur af Guðs munni.“
Matt. 4, 4. Orð Guðs er brauð frá himni.
„Kæmu orð frá þér, gleypti ég við þeim; og
orð þín voru mér unun og fögnuður hjarta
míns, því að ég er nefndur eftir nafni þínu,
Drottinn, Guð hersveitanna." Jer. 15, 16. Orð
Guðs verður að komast inn í manninn og sam-
lagast honum, „svo að það verði driffjöður
lífsins." Nærumst við reglulega á orði Guðs?
Kristur sagði: „Ef þér etið ekki hold manns-
sonarins, ... hafið þér ekki líf í yður ... því
að hold mitt er sönn fæða. Sá sem etur hold
mitt og drekkur blóð rnitt, sá er í mér og ég
í honum; eins og hinn lifandi faðir sendi mig,
og ég lifi fyrir föðurinn, eins mun sá lifa fyrir
mig, sem mig etur. Orðin, sem ég hefi talað