Bænavikan - 22.11.1958, Side 16
— 16 —
þau væru megnug. Án þess að bíða lengur,
sprautuðum við rúmlega tveimur lítrum af
vökva inn í æðar hans, og til þess að fá sótt-
hitann niður, lögðum við á hann heita bakstra,
auk þess komum við hreyfingu á loftið með
því að hreyfa blævæng körftuglega yfir höfði
hans. Þessar aðfarir vöktu undrun og andúð
hinnar syrgjandi fjölskyldu. Þessi róttæka
lækningaðaferð, að sprauta vatni beint inn í
blóð hans, og að nota vatn til að kæla sóttheit-
an líkama hans, samfara innilegri bæn allra
viðstaddra, varð til þess að sjúklingurinn fékk
meðvitund, áður en þrjár stundir voru liðnar
Stuttu síðar fékk hann skýra hugsun og var
úr allri hættu. Hann lifði mörg ár eftir þennan
merkilega afturbata. Vatnið var eina iæknis-
lyf okkar. Notum við, sem höfum nóg heitt og
kalt vatn í húsum okkar, þennan lífgefandi
möguleika til fulls?
Það er leitt að þurfa að tala um hve fólk virð-
ist vera hrætt við hreint loft. Það er ekki langt
síðan fólk talaði um hvað næturloft væri
hættulegt. Fólkið í Indlandi og Afríku er enn
þann dag í dag hrætt við næturloft. Af loftill-
um heimilum, já, og líka kirkjum og skólum
og fundarsölum, gæti manni dottið í hug, að
enn væru þeir til, sem hræddust hreint loft.
Hreint loft er ódýrasta og um leið eitt hinna
áhrifamestu lyfja til heilsuverndar.
Það er vel viðeigandi að minnast á sólar-
ljósið um leið og hreint loft. Sólskinið er
hlunnindi, sem hægt er að njóta mestan hluta
ársins í mörgum löndum. Hve fáir fara ekki
út í þeim tilgangi að njóta sólarljóssins! Jafn-
vel í þeim löndum og á þeim stöðum, sem sólar
nýtur, hafa nútíma lifnaðarhættir okkar hrif-
ið okkur úr sólskininu, sem þó stendur okkur
til boða.
Ein bezta hjálpin til að viðhalda góðri
heilsu, og e. t. v. það, sem við vanrækjum mest,
er heilnæm líkamsþjálfun og skemmtun. Marg-
ir virðast líta á líkamsþjálfun sem fyrirhafn-
armikinn munað, sem þeir hafa naumast tíma
til. Gífurlegur hraði nútima lífs hefur einmitt
orðið til þess, að svifta kynslóð okkar allri
líkamsþjálfun. Þeim, sem vinna mikið sitjandi,
í skrifstofunni, í skólanum og í hvers konar
innilokunar-vinnu, er sér í lagi brýn þörf á
líkamsþjálfun, sem þeir fá hvorki tíma né
tækifæri til að iðka. Margir, sem þannig eru
bundnir innandyra, vanrækja eina raunveru-
lega tækifærið, sem þeir hafa til líkamsþjálf-
unar. í stað þess að ganga jafnvel stutta
vegalengd, aka þeir í bifreið og ræna sjálfa
sig þar með beztu og hollustu líkamshreyfing-
unni, sem til er. Langar gönguferðir á degi
hverjum myndi bæta heilsuna, lengja lífið og
auka hamingju manna.
Þeir, sem stunda vinnu, er felst í langvinn-
um innisetum og vanrækja jafnframt líkams-
þjálfun og langar gönguferöir, svo að blóð-
rásin í heild kemst aldrei á verulega hreyf-
ingu.vöðvar né önnur líffæri líkamans,gera svo
oftsinnis illt verra með því að gæta engrar
hófsemi í mat. Afleiðingar þessarar hræðilegu
vanrækslu eru ósjaldan hjartabilun eða slag.
Við tökum ekki of djúpt í árinni í sambandi
við þennan þátt heilsuverndar. Við lesum eftir-
farandi í ritum Str. White: „Þeir, sem eru
veikbyggðir og daufgerðir, ættu ekki að láta
eftir sér að aðhafast ekkert og með því svifta
sjálfa sig útilofti og dagsbirtu, heldur ættu
þeir að iðka líkamsæfingar utandyra með þyí
að ganga eða vinna að garðyrkju. ... Athafna-
leysi veikir líffærin, sem ekki eru þjálfuð, og
þegar þessi líffæri eru svo tekin í notkun,
veldur það þreytu og sársauka, vegna þess að
vöðvarnir hafa linazt. ... Gönguferðir, hvar
sem þeim verður við komið, eru bezta læknis-
lyfið fyrir veika líkami, vegna þess að öll líf-
færi líkamans eru tekin í notkun, þegar gengið
er ... Engin líkamsþjálfun getur komið í stað
gönguferða." — Testimonies, 3. b. bls. 78.
Við lesum ennfremur: „Þegar veður leyfir,
ættu allir, sem mögulega geta, að ganga sér
til hressingar undir berum himni á hverjum
degi, jafnt vetur sem sumar.“ Counsels on
Health, bls. 52. — Einn af mestu sérfræðing-
um Bandaríkjanna í hjartasjúkdómum, var ný-
lega spurður að eftirfarandi: „Hvað álítið þér
að sé bezta ráðið til að verjast hjartabilun,
næst á eftir hófsemi í mat?“ Svar hans var í
stuttu máli á þessa leið: „Næst á eftir hóf-
sömu mataræði, er hagnýtasta ráðið til að
hindra hjartabilun, að temja sér langar göngu-
ferðir á degi hverjum."
Viðvíkjandi þessum náttúrulyfjum, sem við
höfum þegar rætt um, lesum við í „Ministry
af Healing" bls. 127: „Hreint loft, sól, bind-
indissemi, hvíld, líkamsæfingar, hófsamt mat-
aræði, notkun vatns og traust á guðlegum
mætti, — þetta eru sönn læknislyf." — Við