Bænavikan - 22.11.1958, Blaðsíða 17
— 17 —
höfum rætt um mikilvægi lofts, Ijóss, vatns,
hvíldar og líkamsþjálfunar og hólfsemi í mat-
aræSi, en hvað um traust á guðlegum mætti?
Kristur sjálfur er upphafsmaður þessarar
leiðar til heilsuverndar. Hann segir við þá,
sem hlaðnir eru áhyggjum og kvíða hins dag-
lega lífs: ,,Komið til mín, allir þér, sem erfið-
ið og þunga eru hlaðnir, og ég mun veita yð-
ur hvíld. Takið á yður mitt ok og lærið af mér,
því að ég er hógvær og af hjarta lítillátur, og
þá skuluð þér finna sálum yðar hvíld; því að
mitt ok er indælt og byrði mín létt.“ — Matt.
11, 28—30. Það er e. t. v. kvíðinn og byrð-
arnar, — óvissan og óttinn í lífinu, — sem
fremur nokkru öðru orsaka sjúkleika nútíma-
mannsins. „Hjarta yðar skelfist ekki; trúið á
Guð og trúið á mig.“ Og aftur hughreystir
hann okkur með þessum orðum: „Frið læt ég
eftir hjá yður, minn frið gef ég yður; ekki gef
ég yður, eins og heimurinn gefur. Hjarta yðar
skelfist ekki né hræðist." Jóh. 14, 1. 27. Pétur
postuli segir þeim, sem vænta komu Drottins:
„Varpið allri áhyggju yðar upp á hann, því að
hann ber umhyggju fyrir yður.“ 1. Pét. 5, 7.
E. t. v. felst bezta hjálpin, sem hinn kristni
getur hlotið, í því að vera sífellt önnum kaf-
inn við að vinna fyrir aðra, þá, sem eru í neyð.
Jesaja 58. kap. minnir okkur á, að það sé
verulegur lækningamáttur í því að létta byrð-
ar annarra. „Nei, sú fasta, sem mér líkar, er
að leysa fjötra rangsleitninnar, láta rakna
bönd oksins, gefa frjálsa hina hrjáðu og sund-
urbrjóta sérhvert o'k; það er að þú miðlir hin-
um hungruðu af brauði þínu, hýsir bágstadda,
hælislausa menn, — ef þú sér klæðlausan
mann, að þú þá klæðir hann og firrist eigi
þann, sem er hold þitt og blóð.“ Og loforðið
hljóðar þannig: „Þá munt þú hljóta skjótan
bata.“ (Ensk þýð.) („og sár þín gróa bráð-
lega.“ ísl. þýð.) Jes. 58, 6—8.
Við munum ekki kynnast fullkominni heilsu,
fyrr en við komum í ríki Guðs. Við lesum um
hina Nýju Jerúsalem: „Á miðju stræti borg-
arinnar, og beggja vegna móðunnar, var lífs-
ins tré, sem ber tólf sinnum ávöxt, á mánuði
hverjum gefur það ávöxt sinn, og blöð trésins
eru til lækningar þjóðunum.“ Op. 22, 2. —
í sambandi við þennan lækningamátt meðal
barna Guðs er okkur gefið þetta fyrirheit:
„Og hann mun þerra hvert tár af augum
þeirra, og dauðinn mun ekki framar til vera,
hvorki harmur né vein, né kvöl er framar til;
hið fyrra er farið.“ Op. 21, 4.