Bænavikan - 22.11.1958, Síða 18
Lestur miðvikudagsins 26. nóvember 1958.
Nyir si^rar l#raiiiiiii<lan
EFTIR H. L. RUDY.
Sjöunda-dags Aðventistar eru vanir að
hugsa um kristniboðsstarf sitt eins og stöð-
uga sigurför fagnaðarboðskaparins á jörðunni.
Þeir sjá hann fyrir hugskotssjónum sínum,
sem sat á hvítum hesti og „fór út sigrandi og
til þess að sigra.“ Op. 6, 2. Þessi hugarsýn
hefur gert okkur að þróttmiklu kristniboðs-
fólki frá því að sögur fara af. Það er heldur
engin ástæða til að breyta um sjónarmið, er
við tökum ætlunarverk safnaðarins til athug-
unar núna. Þvert á móti er æ brýnni nauðsyn
á að hafa þessa mynd stöðugt fyrir hugskot-
sjónum okkar, starfi Guðs til eflingar.
Ætlunarverki safnaðarins er ólokið, þar til
eilíft áform Guðs með þennan heim er orðið að
veruleika. Saga safnaðarins er ekki aðskilin
sögu heimsins, og Kristur ætlaðist líka til, að
það væri þannig. „Þetta tala ég í heiminum,"
sagði hann, og ennfremur: „Eins og þú hefir
sent mig í heiminn, hefi ég líka sent þá út í
heiminn." Jóh. 17, 13. 18. Ætlunarverk safn-
aðarins á að vinnast í heiminum, og vonir
safnaðarins og markmið eru órjúfanlega tengd
sögu og örlögum heimsins.
Illutverk safnaðarins er bráðabirgðaumboð,
sem hann hefur með höndum milli fyrri og
síðari komu Krists. Það hófst, þegar Kristur
lagði grundvöllinn að söfnuðinum meðan hann
var hér á jörðunni, og með því að úthella
Heilögum anda yfir söfnuðinn á hvítasunn-
unni. Því mun Ijúka, þegar orð fagnaðarboð-
skaparins hefur unnið sitt verk. Það mun einn-
ig marka endalok mannkynssögunnar.
Nýir sigurvinningar.
Heimskort kristniboðsstöðva í stækkaöri
mynd gæti litið út eins og alstirndur himinn,
þar sem hluti af Vetrarbrautinni sæist. Á
sumum svæðum myndu vera fjölmargar og
bjartar stjörnur, á öðrum stöðum myndu þær
vera fáar og daufar. Nokkrir hlutar landa-
bréfsins myndu vera myrkir og engar stjörn-
ur sýnilegar. í sumum löndum heims hefur
fagnaðarerindið fest rætur og blómgazt. Söfn-
uöurinn er orðinn öflugur, og þó eru meðlimir
hans aöeins örlítili hluti af íbúum viðkomandi
landa. Síðan eru svæði, þar sem stjörnurnar
eru örsmáar og skinlitar, þó eru þær sýnis-
horn af frumgróða Orðsins. Á nokkrum stöð-
um eins og Afghanistan og Tíbet, þar sem
fagnaðarerindið hefur enn ekki rutt sér braut,
skína engin Ijós ennþá.
Mikið átak bíður safnaðarins, starf, sem
verður stöðugt að eflast. Kristniboðsstarf okk-
ar þarf að verða langtum víðtækara. Bein-
skeyttara starf en unnið hefur verið fram að
þessu, verður að framkvæmast, áður en Drott-
inn Jesús kemur aftur. Fólk Guðs á ekki að
draga af sér í starfi, fyrr en það hefur náð til
alls heimsins.... Ljósið á að skína í öllum
löndum og lýsa öllum þjóðum, og frá þeim,
sem þegar hafa tekið á móti því, á það að
skína til annarra. Dagstjarnan er runninn upp
meðal okkar, og við eigum að endurvarpa ljósi
hennar á veg þeirra, sem í myrkri reika.“ —
Test. 6. b. bls. 23, 24.
Hinir nýju sigrar, sem framundan eru í
kristniboðsstarfinu, eru allt annars eðlis en
þeir voru fyrir tuttugu og fimm árum. Svo
langt sem komið er höfum við unnið sam-
kvæmt áætlun að stöðugum framgangi fagn-
aðarerindisins víðsvegar í heiminum, og það er
von okkar, að það nái til allra þjóða heims.
Mikil breyting hefur orðið síðasta aldar-
fjórðunginn, breyting, sem hefur haft áhrif
á allt samstarf safnaða og kristniboðs. Tvö
mikilvæg atriði haía orsakað þessa breytingu.
í fyrsta lagi hefur stjórnmálaleg, félagsleg og
menningarleg bylting, sem altekur heiminn,
haft gífurleg áhrif á starfsemi kristniboðs-