Bænavikan - 22.11.1958, Síða 19
— 19 —
stöðvanna, og í öðru lagi hefur afstaða safn-
aðanna til kristniboðsins breytzt að verulegu
leyti. Hið síðarnefnda er e. t. v. afdrifaríkara
og víðtfekara en hið fyrra. Til allrar hamingju
er það einmitt sú þróun, sem söfnuðurinn er
fær um að afstýra. Þetta snertir hina andlegu
hlið málsins og er þess vegna áríðandi hags-
munamál hvers safnaðarmeðlims.
Væntanlegir sigrar kristniboðsins verða
þess vegna, að því leyti sem þeir varða hvern
kristinn mann og konu, fyrst og fremst að
vinnast á andlega sviðinu. Það er ekki nóg að
hugsa aðeins í tölustöfum og fjárhagslegum
útreikningi, enda þótt það sé mikilvægt og
venjulega uppörvandi, gefur það ekki rétta
mynd af þeim árangri, sem á að nást með
starfi safnaðarins.
Andi kristniboðs.
Kristniboðið er smíð Heilags anda, sem
vinnur í hjörtum Guðs barna. Það varð tii
fyrir innblástur Andans á hvítasunnunni og
hefur verið haldið áfram fyrir hinn sama
mátt æ síðan. „Heilagur andi birtist eins og
eldlegar tungur, er kvísluðust og settust á
einn og sérhvern þeirra." Post. 2, 3. Þetta var
ekkert nýtt líkingamál, heldur uppfylling þess,
sem spáð hafði verið viðvíkjandi fagnaðarboð-
skapnum. Jóhannes Skírari sagði frá skírn
„meðHeilögum anda og eidi“. Matt. 3,11. Jesús
sagði: „Ég er kominn til að varpa eldi á jörð-
ina, og hversu vildi ég að hann væri þegar
kvéiktur.“ Lúk. 12, 49. Starf hans var eldur,
sem hann var kominn til að varpa á jörðina,
eða eins og einn höfundur lýsir því: „eins og
brestir í sprengjukúlu, sem springur með ógur-
legu afli og þeytist í allar áttir.“
Fyrir mátt innblástursins á hvítasunnunni
hefur fagnaðarboðskapurinn breiðst eins og
eldur í sinu út um jörðina. Ekkert andstætt
afl hefur megnað að stöðva framgang hans.
Þetta er grundvöllurinn, sem áform safnað-
arins um kristniboðsstarf byggist á. Með því
að halda uppi kristniboðsstarfi fær söfnuður-
inn mátt til að standast og vinna sigur. Sá
söfnuður, sem ber kristniboðsstarfið fyrir
brjósti, er sannfærður um það hverja stund
iífsins, að tilveruréttur hans helgist af því
einu að vitna um Guð hvarvetna í heiminum.
Aðeins með því að helga líf sitt og krafta
boðun fagnaðarerindisins hvarvetna í heimin-
um, er söfnuðurinn kristniboðsköllun sinni
trúr.
Þessi kristniboðsandi grundvallast á fórn.
Verið getur, að nú sé ekki krafizt sams konar
hetjudáða og á dögum frumherjanna, en fórn-
ar er þörf. Það, sem nú er krafizt, eru ötulir
kristniboðar, sem eru fúsir til að helga líf sitt
í þágu kristniboðsins, en það útheimtir tvenns
konar fórn. í fyrsta lagi verður kristniboðinn
víðast hvar að lifa í ókristilegu andrúmslofti
og hann verður að berjast með oddi og egg
gegn hinu illa, sem jafnan fylgir í kjölfar
ókristinna trúarbragða, — skurðgoðadýrkun,
göldrum, djöfladýrkun, ótta og alls konar véla-
brögðum hins illa.
Mesta fórnin, sem kristniboðinn verður að
færa, er þó e. t. v. sú að verða framandi í sínu
eigin landi. Þegar hann hefur eytt ævi sinni í
þágu kristniboðsins og samlagazt lifnaðarhátt-
um þeirra, sem hann hefur starfað fyrir, verða
erfiðleikar á vegi hans, er hann sezt að í sínu
eigin landi.En að vinnakristniboðsstörf íígripa-
vinnu, hefur aðeins truflandi áhrif á kristni-
boðann, og með því móti myndi honum heldur
ekki takast að ávinna sér kærleika og traust
fólksins, sem hann leitast við að þjóna. Það er
betra að fara alls ekki út á kristniboðsakur-
inn en fara aðeins fyrir stuttan tíma. Þess
konar kemur sér þó vel, þegar leysa þarf
fasta starfsmenn frá starfi um stundarsakir,
eða meðan beðið er eftir nýjum kristniboða.
En slíkt ætti að heyra til undantekninga. Því
miður hefur skoðun manna verið gagnstæð
þessu, og hefur það skaðvænlegar afleiðingar
í för með sér. Hafi nokkurn tíma þurft að
sigrast á einhverju í kristniboðsstarfinu, þá
er það á þessu sviði, og e. t. v. er ekkert eins
erfitt viðfangs og einmitt þetta.
Endurvakning kristniboðsandans á einnig
að ná til safnaðarins, sér í lagi í heimalöndum
fagnaðarerindisins. Ein hinna eðlilegu afleið-
inga langvarandi kristniboðsstarfsemi er, að
söfnuðinum í heimalandinu hættir til að taka
sér hvíld frá því að bera hag kristniboðsins
fyrir brjósti. Samfara þeirri tilhneigingu ger-
ir freistingin til að hagræða sér í velsæld og
munaði forms og tildurs vart við sig. Söfnuð-
urinn hefur rótgróna tilhneigingu til að stað-
setja sig, taka sér bólfestu og umkringja sjálf-
an sig alls konar stofnunum, sem upptaka æ