Bænavikan - 22.11.1958, Qupperneq 21
21 —
verður brotið á bak aftur, þegar reiðiörvar
Guðs munu bora sundur hjörtu óvina hans,
mun fólk hans vera óhult í hendi hans.“ —
Sama bók bls. 754.
Þegar hið guðlega áform hlýtur endanlega
uppfyllingu vegna trúmennsku safnaðarins í
sambandi við boðun boðskaparins, mun kær-
leikur Guð's opinberast alheiminum að fullu
og öllu.
„Söfnuðurinn er útvalið tæki Guðs mönnun-
um til hjálpræðis. Hann var stofnaður til þess
að þjóna, og hlutverk hans er að flytja heim-
inum fagnaðarerindið. Frá upphafi hefur það
verið tilgangur Guðs, að söfnuðurinn endur-
speglaði fyllingu hans og almætti í heiminum.
Meðlimir safnaðarins, sem hann hefur kallað
frá myrkri til síns undursamlega ljóss, eiga
að opinbera dýrð hans. Söfnuðurinn er forða-
búr yfirgnæfanlegrar náðar Krists, og fyrir
tilverknað safnaðarins mun kærleikur Guðs
endanlega opinberast að fullu og öllu, jafnvel
tignunum og völdunum á himinhæðum.11 —
Acts of the Apostles, bls. 9.
Athugum nokkur dæmi þessarar opinberun-
ar á kærleika Guðs, sem berast til okkar frá
boðberum fagnaðarerindisins víðsvegar í heim-
inum. Frá svæðum, sem hafa verið einangruð
af stjórnmálalegum ástæðum, fáum við skýrsl-
ur um mikinn andlegan áhuga og mátt. í einu
þessara landa hafa þrjátíu helgarmót verið
haldin sumarið 1957. Þetta voru mestmegnis
samkomur undir berum himni, vegna þess að
fjölmenni var svo mikið, að engin fáanleg hús
rúmuðu það. Stundum voru áheyrendur rúm-
lega 2000, og rúmlega þrjátíu af hverjum
hundrað manns var ungt fólk. í einu landanna
á Balkanskaga leggur fólk okkar fram mikið
landrými og miklar fjárupphæðir í þeim til-
gangi að sjá hinum síaukna meðlimaskara
safnaðanna fyrir húsnæði til guðsþjónustu-
halds. Meðlimirnir þarna hafa ekki frjálsræði
til að halda uppi opinberri starfsemi eða út-
breiðslu bókmennta, svo að þeir leggja sig
fram um að reisa samkomuhús, þar sem hægt
er að boða fagnaðarboðskapinn og sinna and-
legum hugðarefnum safnaðarins. Þeir senda
trúsystkinum sínum í öðrum löndum þessa
orðsendingu ásamt kveðju: „Við biðjum fyrir
ykkur og þráum fyrirbænir ykkar á móti.
Bænir okkar eru stórskotalið okkar gegn óvin-
inum.“
í Brazilíu kljúfa sex fljótabátar hið mikla
Amazonfljót seint og snemma og flytja kær-
leika og lækningu þúsundum þjáðra manna
og kvenna, sem Kristur dó fyrir. 655 sam-
komur, sem haldnar voru, er fólkið safnaðist
umhverfis bátana, til þess að fá læknishjálp
við malaríu og öðrum sjúkdómum, náðu til
27,000 manna og kvenna. Á sex mánuðum
voru 117 einstaklingar skírðir. Landstjórinn
í Brazilíu, sem var snortin af því starfi, sem
kristniboðar okkar á_ Amazon hafa unnið,
komst svo að orði: „Ég veit hverju þið, Sjö-
unda-dags Aðventistar, komið til leiðar í
fljótahéruðunum. Þið umbreytið lífi fólksins
og gerið það hamingjusamara.“
Mikil vakning á sér stað í írlandi um þess-
ar mundir. Vöxtur safnaðarins hefur verið
hægfara síðan boðskapurinn var fyrst prédik-
aður árið 1890, en nú hefur orðið breyting á.
Árið 1955 var ný kirkjubygging reist í Dublin.
I júnímánuði 1957 var íullgert fallegt guðs-
hús í Belfast, og fyrstu fimm samkomurnar
í opinberum fyrirlestraflokki, sem þar voru
haldnar, sóttu að jafnaði 1,000 manns auk
safnaðarmeðlima.
1 New Gallery, Regent Street í London,
Englandi, sóttu eitt til tvö þúsund manns hin-
ar reglulegu opinberu samkomur á sunnudög-
um. Árið 1957 voru 107 skírðir þar, en auk
þeirra voru þrjú til fjögur hundruð manns,
sem komu stöðugt á síðari samkomuna á
sunnudögum og leituðu Guðs í einlægni og
hlutu uppfræðslu um veg hjálpræðisins.
1 Suður-Asíu hefur meðlimatalan aukizt
um 44 af hundraði s. 1. sjö ár. í Suður-Afríku
hafa 20,000 manns tekið skírn á s. 1. tólf mán-
uðum. Tvær heimsdeildanna, auk Norður-Am-
eríku, hafa farið fram úr 100,000 takmarkinu
í meðlimatölu, Mið-Ameríka hefur nú 120,624
meðlimi og Suður-Afríka 161,319 meðlimi.
Þrjár aðrar deildir vonast eftir að ná takmark-
inu í árslok 1958.
í landareign heilsuhælisins „La Ligniere"
við Gland í Sviss, markar laglegur minnis-
varði staðinn, þar sem Missionary Volunteer
Organization (Félag kristilegra sjálfboðaliða)
var stofnað í tjaldi aðalsamtaka S.D.A.Áminn-
isvaröann eru rituð þessi orð: „Hér stofnaði
aðventæskan alþjóðlegt félag Kristilegra
Sjálfboðaliða árið 1907. ,Fastheldin við trú
feðranna' þar til Kristur kemur aftur. Þessi