Bænavikan - 22.11.1958, Síða 23

Bænavikan - 22.11.1958, Síða 23
— 23 — Lestur fimmtudagsins 27. nóvember 1958. ^iíðaMa siðlióíiii EFTIR L. C. NADEN. Öllum, sem rannsakað hafa spádómana í orði Guðs, er það ljóst, að úrslitatímabilið, sem mundi verða undanfari endurkomu Krists, er runnið upp. Þessa gætir þó enn meira innan hins kristna safnaðar en í heimi stjórnmála, félags- og fjármála. Kristnum nútímahöfundi farast svo orð: ,,....Samtíð okkar þarfnast endurnýjunar og siðbótar. Án hennar er menn- ing okkar, siðfræði, trúarjátning, samtök og stofnanir einskis virði, — já, jafnvel bölvun. Mennirnir þurfa að snúa sér til Biblíunnar, að mælikvarða postulanna, og taka hinn frum- kristna söfnuð sér til fyrirmyndar. Það er kominn tími til að taka upp siðbót sextándu aldarinnar, þar sem henni sleppti, og hafna öllum villukenningum, sem komust inn í hin kristnu trúarbrögð fyrr á öldum og voru gerð allsráðandi á miðöldunum.“ Við erum fullkomlega sammála þessum orð- um. Það er enginn efi á því, að nú er þörf á mönnum, sem flytja guðlegan boðskap, fólki, sem fær guðlegar vitranir, og söfnuði, sem ver sannfæringu sína með djörfung. Vissulega er „kominn tími til, að mennirnir snúi sér til Biblíunnar, að mælikvarða postulanna, og taki hinn frumkristna söfnuð sér til fyrirmyndar. Þegar við lítum yfir sögu hinnar kristnu kirkju, vekur það gleði okkar að sjá, hve Guð hefur leitt hana farsællega gegnum hætturnar. Það er uppörvandi að sjá, að Guð hefur jafnan vakið upp menn og konur, þegar hættu bar að dyrum, sem fluttu tímabæran boðskap. Við sjáum hvernig hún uppfyllir skipun Krists: „Farið því og kristnið allar þjóðir . . “ strax í upphafi, og á fyrstu árunum eftir hvíta- sunnuna. Djarfir frumherjar tróðu brátt veg fagnaðarerindsisins víða á hnettinum. Ætlun- arverk þeirra var gífurlegt. Þótt þeir væru fáliðaðir og hataðir, bæði af Gyðingum og Rómverjum, boðuðu þeir hvarvetna boðskap- inn um krossfestan og upprisinn frelsara. Þeir fluttu öllum hinn lífgefandi boðskap, þrátt fyrir andstöðu, og ,sverð andans' ný- brýnt mætti og baðað í ljósi himinsins, ruddi sér braut gegnum vantrú, er þeir framgengu í anda of krafti Guðs. Þúsundir snerust á ein- um degi.“ Acts of the Apostles, bls. 38. Þessir frumherjar fagnaðarerindisins reiddu sig á þann mátt, sem einn er fær um að veita sigur í starfi Guðs, — mátt Heilags anda. Þessi sami máttur, sem snart áheyrendur postulanna á hvítasunnunni og sneri þeim, er brýnasta þörf safnaðarins á okkar dögum. Guð blessaði hinn frumkristna söfnuð ríku- lega, er þúsundir manna gengu í þeirra hóp, en sundurtættar leifar píslarvottanna höfðu tæplega verið greftraðar, þegar fráfalls fór að gæta í söfnuðinum. Páll sá þetta fyrir og sagði: „Ég veit að inn muni koma til yðar, eftir burtför mína, ólmir vargar, sem eigi þyrma hjörðinni. Og úr yðar eigin hóp munu rísa upp menn, er fara með rangsnúna lær- dóma, til þess að teygja lærisveinana á eftir sér.“ Post. 20, 29, 30. En þrátt fyrir tilraunir Páls til að vara við ógæfunni, hrakti söfnuðinn frá grundvelli sannleikans, sem Kristur og postularnir höfðu lagt. Margir hlýddu á annan boðskap og veittu honum viðtöku. I Galata- bréfinu 1, 6. 7., skrifar Páll eftirfarandi til safnaðarins: „Mig furðar, að þér svo fljótt látið snúast frá honum, sem kallaði yður í náð Krists, til annars konar fagnaðarerindis, sem þó er ekki annað, en að einhverjir eru að trufla yður, og vilja umhverfa fagnaðarerind- inu um Krist.“ Þetta nýja fagnaðarerindi, sem truflaði hinn frumkristna söfnuð, hefur stöð- ugt ásótt hann síðan, og byggist hann á kenn- ingunni um ,hjálpræði fyrir verk.‘ Þeir eru ótaldir, sem hafa viljað hjálpa Drottni til að frelsa sjálfa sig, en „allt sem þurfti að gera og greiða, gert hefur Jesús fyrir oss menn.“ Enginn maður kemst inn í guðsríki fyrir

x

Bænavikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bænavikan
https://timarit.is/publication/1870

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.