Bænavikan - 22.11.1958, Síða 24

Bænavikan - 22.11.1958, Síða 24
mátt eigin verka. Sé einhver í vafa um það atriði, ætti hann að hugsa um deyjandi ræn- ingjann á Golgatahæð, og að hann öðlaðist fullkomið hjálpræði í Kristi. Hann gat ekki farið í kirkju; hann gat ekki unnið neitt kristniboðsstarf; hann gat ekki fært neina fórn; hann gat ekki gert neitt annað en trúa á Krist og kref jast hans sem frelsara síns, og af vörum Krists sjálfs fékk hann þá blessuðu fullvissu, að hann, iðrandi ræningi, myndi fá að verða með Kristi í Paradís. Kæru systkini, góðverkin, sem við kunnum að vinna, eru ávextir hjálpræðis okkar. Aðventistar halda ekki lögmálið til að frelsast, heldur af því, að þeir hafa tileinkað sér hjálpræði Krists. Str. Ellen G. White segir: „Sá, sem leitast við að verða heilagur fyrir eigin verk með því að halda lögmálið, tekur sér ógerning fyrir hend- ur. Allt það, sem maðurinn getur gert án Krists, er saurgað sjálfselsku og synd. Það er náð Krists ein, sem getur gert okkur heilög fyrir trú.“ Steps to Christ, bls. 60. Já, það er máttur Heilags anda, sem er að verki í okkur og gegnum okkur, sem gerir okkur mögulegt að halda boðorð Guðs. Hvers verðum við vísari, ef við snúum okk- ur að miðöldunum? Við komumst að raun um, að blys sannleikans var næstum því hulið af dimmu skýi heiðinna trúarsetninga og hjátrú- ar. Vottarnir tveir, Gamla og Nýja Testament- ið, voru klæddir hærusekk og ösku þessi 1260 spádómsár, sem lauk árið 1798. Hinn kristni söfnuður, sem átti að vera ljós heimsins, var neyddur til að flýja út í eyðimörkina og fela sig í hellum og klettum fjallanna. (Op. 12, 6. 14.) Og mikilvægar kristilegar kenni- setningar viku ein eftir aðra fyrir heiðnum siðum og hjátrú. Menn misstu sjónar á rétt- læti fyrir trú, og hjálpræði fyrir eigin verk kom í þess stað. En, vinir, á þessari örlagastundu vakti Guð upp óttalausan mann, til að vinna gegn þess- ari villu og boða enn á ný mikilvæg sannindi, sem gleymzt höfðu fyrir löngu. Nafn þessa manns var Marteinn Lúther, en boðskapur hans var þessi: „Hinn réttláti mun lifa fyrir trú.“ Þegar Lúther lýsti lífi sínu, áður en hann sá hið dýrðlega ljós réttlætingarinnar fyrir trú á Krist, sagði hann: „Ég var guðhræddur munk- ur og fór stranglegar e.ftir fyrirsipunum reglu minnar en ég get með orðum lýst. Væri það mögulegt nokkrum munki að komast inn í guðsríki fyrir eigin verk, hefði ég vissulega fengið þar aðgang. Ef þessu hefði haldið miklu lengur áfram, myndu sjálfspyndingarnar hafa leitt mig til dauða.“ D’Aubigne, „History of Reformation", 6, 2. 3. kap. Lúther mataðist ekki. Það leið oft yfir hann, og hann var með- vitundarlaus tímunum saman, en samt ör- vænti hann. Það var þegar hann klifraði upp Pílatusarstigann á hnjánum, í því skyni að öðlast réttlætingu og hjálpræði, að hann heyrði rödd Guðs segja: „Hinn réttláti mun lifa fyrir trú.“ Það var erfitt að læra þá lexíu, en þegar sannleikur þessara orða rann upp fyrir honum, fylltist hann gleði og sál hans hlaut frið. Átjánda öldin var tími siðferðislegrar spill- ingar og andlegrar örbirgðar á Bretlandseyj- um. Á þeim tíma hæddust menn að hreinni trú og trúfestu í Englandi og töldu hana gam- aldags, en Guð hafði mann til taks, sem kom fram á örlagastund. Á sama hátt og Lúther, prédikaði hann náð Krists, sem stæði öllum endurgjaldslaust til boða. Hann uppgötvaði gömul og gleymd sannindi og boðaði þau í krafti Heilags anda. Þessi maður var John Wesley, mikill atgjörvismaður. Sumir sagna- ritarar telja, að hann hafi gert meira fyrir England á átjándu öldinni en allir félags- og stjórnmálaleiðtogar samanlagt. Prédikun hans og áhrif á fjöldann björguðu Englandi vafa- laust frá ógurlegri byltingu. Hversu uppörvandi er það ekki að sjá, að Guð vakti þessa siðbótamenn upp á ákveðnum tíma, til þess að vekja athygli fólksins á mikil- vægum sannindum, sem legið höfðu í þagnar- gildi um langt skeið. Með starfi þeirra og þjón- ustu endurreisti Guð smám saman þá trú, sem hinum heilögu var eitt sinn í hendur seld, hina hreinu og flekklausu Jesú trú. Nú varð inntak prédikunarinnar á nítjándu öldinni þessi: „Endurkoma Krists er í nánd.“ Þessi dýrðlegi boðskapur, sem kemur rúmlega 300 sinnum fyrir í Nýja Testamentinu einu, þessi grund- vallarkennisetning, sem gleymzt hafði á um- liðnum öldum, var enn á ný prédikuð af þús- undum boðbera víða um heim. Mikil trúarvakn- ing brauzt út samtímis á ýmsum stöðum í heiminum. Athygli margra beindist að spá- dómnum í orði Guðs. Samkvæmt spádóminum í Op. 10, 5. 6., var hoðskapurinn sá, að „enginn

x

Bænavikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bænavikan
https://timarit.is/publication/1870

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.