Heimili og skóli - 01.10.1946, Blaðsíða 4

Heimili og skóli - 01.10.1946, Blaðsíða 4
98 HEIMILI OG SKÓLJ. ritsgrein, slíkt væri í alltof mikið ráð- izt, en ég hef lofað ritstjóra Heimilis og skóla að segja lesendum blaðsins nokkuð frá þeim þætti útvarpsstarf- seminnar, sem ég lagði einna mest stund á að kynnast, meðan ég dvaldi í London. Þessi þáttur er barnatímarnir (Children’s Hour). Bretar segja sjálfir, að það skynsam- legasta (the most inteiligent) í allri út- varpsstarfsemi þeirra séu barnatím- arnir og skólaútvarpið (Broadcasting for Schools), svo að ætla mætti, að hér væri eitthvað gott á ferðinni, sem vert væri að kynnast og nema af. Reynsla mín varð einnig sú. Nú, þegar ég renni huganum yfir hina lærdómsríku dvöl mína hjá B. B. C., er æði margt, sem verður á vegi mínum, og hugurinn vill staldra við oftar en góðu hófi gegnir. í sambandi \ ið barnatímana verður samtal, er ég átti eitt sinn við forstjóra deildarinnar, Derek McCulloch, all ofarlega í huga mínum. Ég vil geta þess, að „Uncle Mac“, eins og hann heitir í útvarpinu, er tal- inn einn af færustu mönnum B. B. C. Hann er þekktur um allt Bretland, og þótt víðar sé leitað, fyrir frábæran skilning á barnssálinni og skilning á því, hvernig útvarp fyrir börn eigi að vera. Hann er og talinn snillingur í uppsetningu ýmissa dagskrárliða, einkum leikrita. — Ég efast um, að nokkur maður í Bretlandi sé jafn vin- sæll hjá börnunum og „Mac frændi" í barnatímum B. B. C. „Hlutverk okkar er áð ala upp góða hlustendur," var aðalkjarni ræðu hans, „og þess vegna er aldrei of velunniðað undirbúningi né æfingum. Við berum aðeins á borð fyrir hlustendur okkar það bezta, sem völ er á, og við höfum ekki efni á að kasta höndum að nokkru því, sem fram er reitt fyrir yngstu hlustendur stofnunarinnar." Ég kynntist brátt starfsháttum deild- arinnar, og þótti mér mikið koma til þess, hve vel var unnið og vandað til alls, og hve starfsskilyrði öll voru góð og skemmtileg. — Barnatímarnir hafa verið afar lánsamir, hvað starfskrafta snertir. — Þeir hafa um langan aldur notið hæfni og kunnáttu hinna fær- ustu manna, sem skilja hlutverk sitt til fullnustu, og er Derek McCulloch þar í fararbroddi. Auk hans starfar við deildina fjöldi fólks, þar af nokkuð margt, sem vinn- ur einungis fyrir barnatímana. — B. B. C. hefur innan vébanda sinna mikið leikfélag, sem í er fjöldi afbragðs lista- manna, karla og kvenna á ýmsum aldri. Úr þessum leikarahópi er for- stjórum hinna ýmsu deilda heimilt að kalla til starfa fólk til þess að flytja hin ýmsu efni og fara með, undir umsjón leikstjóra þess, er annast þáttinn. — Við hverja útsendingu er ennfremur aðstoðarfólk, sem sér um grammófóna, hljóðgerfina (effects) o. s. frv. Afleiðing hins mikla starfs, sem þar er innt af hendi, og kostgæfninnar í efnavali og flutningi hefur orðiðsú,að barnatímarnir eiga nú ekki aðeins hlustendafjölda meðal barnanna, held- ur og á meðal fullorðinna víðs vegar urn Bretlandseyjar. Við skulum nú athuga lítilsháttar, hvað það er, sem forstjórinn átti við með ,,því bezta, sem völ er á“, og hvað það er, sem tímar þessir hafa á boðstól- um. Yfirgnæfandi á dagskrám barna-

x

Heimili og skóli

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimili og skóli
https://timarit.is/publication/1878

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.