Heimili og skóli - 01.10.1946, Blaðsíða 10

Heimili og skóli - 01.10.1946, Blaðsíða 10
104 HEIMILI OG SKÖLI Agi í skóIum. (Brot úr fyrirlestri leikfiminámsstjóra, frk. Else Thomsen). „Sál himinsins er oss fyrirmynd og kermari um agann. Hún veitir hverri vaxandi veru hita og ljós, oft regn og storm, en sjaldan þrum- ur og eldingar.“ — (Comeníus). Nauðsyn á góðum aga í skólum er óumdeilanleg. Má einu gilda, hvort litið er á það frá hlið kennslunnar, uppeldisins, þjóðfélagsins, eða hins siðræna lífs. Engin vinna án íhugunar og fyrirhafnar, enginn áunninn dugn- aður án áhuga og kostgæfni, ekkert skapgerðaruppeldi án hlýðni, sjálfsaga og skyldurækni. En hinn gamli, harðhenti agi dug- ar ekki við börn nútímans. Hann hef- ur sennilega aldrei haft happasæl upp- eldisleg áhrif, jafnvel þótt hann hafi veitt vinnufrið. Hann gerir börnin súr á svip, dauf í dálk og vinnutreg, en takmarkið er vitanlega hið gagnstæða. Ympra má á nokkrum atriðum þeirrar vinnutækni, sem að vísu kref- ur mikils af kennaranum, en gefur líka ríkulega uppskeru. Hafðu hvert barn og hvern hlut á sínum stað og leiðréttu samstundis hverja skekkju og hvert mistak. Heimtaðu reglu í smáu og stóru og kappkostaðu að haga starfinu þannig, að fjarlægð séu sem mest öll tækifæri til óreglu. Farðu aldrei frá börnunum í kennslustund, nema að þú vitir það, að aginn sé svo öruggur, að þau geti haft gott af því að vera ein um stund. Leyfðu barni aldrei að svíkjast um, hvorki í smáu né stóru, og ekki heldur að geyma til morguns það, sem gera átti í dag. Heimtaðu aldrei neitt, sem þú ekki gengur eftir. Settu ekki reglur til að brjóta, og gættu þess, að sérhver fyrirskipun og áminning sé ákveðin, en þó laus við hryssingsskap og gremju. Það er því miður mjög algengt um erfiða bekki, að talað sé til barnanna þar í gremjutón. En ein hin verstu kynni barns af kennaranum eru þau, að hann sé stöðugt súr á svip og önug- ur. Það er jafn skaðlegt góðum aga að vera stöðugt að skamma börnin og finna að við þau, eins og það að um- bera þeim al'lt og kjassa þau seint og snemma, því að það gerir þau heimtu- frek og óþæg. Minnstu þess, að börn veita ýmsu í fari þínu miklu betur eft- irtekt en þú heldur og eru oft háná- kvæm í ályktunum sínum og dómum. Kennarinn, sem börnin virða, er ekki sá, sem sífellt slakar til eftir ósk- um þeirra og lætur margt reka á reiða af leti eða kæruleysi, heldur hinn, sem gerir til þeirra skilyrðislausar kröfur, er þau skilja og geta innt af höndum, og lofar og lastar eftir verðleikum. Sá kennari fær oftast það, sem hann vill, vinnu og hlýðni möglunarlaust. Því festa og einbeittni, samfara vingjarn- legu viðmóti, verkar ekki lamandi á börn. Þvert á móti. Þau verða frjáls- legri, vegna þess að góður agi skapar glaðvært og markvisst samstarf milli barnanna innbyrðis og bamanna og kennarans. Það er almenn reynsla, að

x

Heimili og skóli

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimili og skóli
https://timarit.is/publication/1878

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.