Heimili og skóli - 01.10.1946, Blaðsíða 8

Heimili og skóli - 01.10.1946, Blaðsíða 8
102 HEIMILI OG SKÓLl » keyptir og sjaldgæfir. Ég gleymi aldrei þeim fögnuði, sem skein út úr andliti lítillar stúlku, sem ég hafði undir höndum fyrir nokkrum árum. Hún hafði alltaf fengið 3. einkunn um langt skeið, en náði svo allt í einu í 1. einkunn. Það sólskin var nægilegt til að lýsa upp alla kennslustofuna, og það sólskin fylgdi henni vissulega heim. Duglegu börnin mega einnig gleðj- ast yfir sínum háu tölum, ef þess er gætt, að þau fái ekki allt of háar hug- myndir um lærdóm sinn. Þau eru oft- ast nær vel að þeim komin, þótt þau hafi oft lagt fram minni orku en sum- ir hinna, sem lægstu einkunnirnar fá. Bjartsýni og gleði eru skólafylgjur, sem ryðja veginn, í stað þess að von- leysið og kvíðinn gera hann grýttan. Og mér hefur oft fundizt, að ekki sé lögð nægilega rík áherzla á þessa stað- reynd. Og eitt hrósyrði er máttugra en margar aðfinnslur. Það mætti gjarnan ýta meir við lötu og hirðulausu börnunum en gert er, bæði í skólunum og heima, og það af hæfilegri alvöru. En litlu, seinþroska og vangefnu börnin eiga heimtingu á samúð og nærgætni, og beini ég þá máli mínu engu síður til foreldra ,en kennara. Það, sem slík börn þurfa með fyrst og síðast, er uppörvun við öll hugsanleg tækifæri. Það þarf að tala í þau kjarkinn og fá þau til að trúa á getu sína, hvort sem hún er mikil eða lítil. Háu einkunnirnar eru skemmtileg- ar og hafa oftast sína góðu sögu að segja um hæfileika og ástundun, en þær eru ekki alltaf bezti gjaldeyririnn, þegar út í lífsbaráttuna kemur. Það Myndarleg skóiabygging Fyrir nokkru var skýrt frá því hér í ritinu, að á Búðum í Fáskrúðsfirði væri í smíðum mjög myndarleg skóla- bygging. En vegna ókunnugleika var þá ekki hægt að skýra nánar frá þess- um framkvæmdum, og þá meðal ann- ars vegna þess, að þær voru þá ekki enn fullgerðar. Nú hefur Eiður Al- bertsson, skólastjóri, sem hefur verið lífið og sálin í þessum framkvæmdum öllum, sent ritstjóra Heimilis og skóla nánari fréttir af þessari myndarlegu byggingu og farast honum m. a. orð á þessa leið: — ---Haustið 1929 brann gamla skólahúsið á Búðum og var það síðan endurbyggt á sama stað sumarið 1931. A árunurn 1943—’44 var það stækkað nálega um helming (skólahúsið er lengst til hægri á myndinni) og eru nú í því þrjár kennslustofur fyrir bóklegt þekkjum við kennararnir betur en flestir aðrir. Þar geta stundum hinir síðustu orðið hinir fyrstu. Og þó að þessir eftirbátar hafi gert okkur marg- an daginn erfiðan, njótum við þó ekki sjaldan þeirrar ánægju að hitta þetta fólk löngu síðar sem nýta og góða sam- félagsborgara, er skipa sitt rúm í þjóð- félaginii með sóma. Þetta eru sigur- laun, sem skyggja algerlega á leiðindi lágu talnanna, og eiga að vera okkur öllum hvöt til að örvænta aldrei um þá, sem „alltaf eru neðstir“ í skólum okkar, því að einnig þeirra er fram- tíðin.

x

Heimili og skóli

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimili og skóli
https://timarit.is/publication/1878

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.