Heimili og skóli - 01.10.1946, Blaðsíða 20

Heimili og skóli - 01.10.1946, Blaðsíða 20
HEIMILI OG SKÓLI 11 i Skemmtileg barnabók Heimili og skóla barst fyrir skömrna óvenjulega faileg og skemmtileg barnabók. Nafnið er ákaflega yfir- lætisiaust, því að bókin heitir blátt áfram Visnabókin, og útgefandi er Hlaðbúð í Reykjavík. í bók þessa hefur Símon Jóh. Agústsson prófessor safnað ýmsum gömlum barnaljóðum og vísum, vögguljóðum, þulum og gátum, sem feður okkar og mæður, afar okkar og ömmur, rauluðu við börn sín. Og þó að nokkuð sé þarna af vísum og Ijóð- um frá seinni árum, hefur þó mestur hlutinn lifað á vörum þjóðarinnar kynslóð fram af kynslóð. Við iestur þessarar bókar lifir mað- ur á ný margar hljóðlátar rökkur- stundir frá bernskudögunum, þegar töfrar vísnanna og okkar eigið ímynd- unarafl fylltu litlu baðstofuna annar- legri ævintýradul. Og frá þessum sömu, Ijúfu ómum sofnuðum við svo á kvöldin með frið í lijarta. „Sofa manna börn í mjúku rúmí, bía og kveða, og babbi þau svæfir." Bók þessi er' ein hin þjóðlegasta, sem út hefur komið um langt skeið. Þar hijómar gamall og hugþekkur strengur, sem of lítið hefur borið á í seinni tíð, þegar erlendir og innlend- ir „slagarar“ liafa farið sigurför um landið. Og það er ósk mín, að Vísna- bókin mætti verða til þess að hefta nokkuð för þeirra. Ekki má gleyma að geta þess, að bókin er prýdd forkunnar fallegum myndum eftir Halldór Pétursson list- málara, og er efni þannig niður rað- að, að mynd er alltaf á annarri síð- unni, en vísurnar á hinni, og gefur það þeim nýtt líf og aukið gildi. Nokkrar þessara mynda eru prentaðar með litum, og spillir það ekki fyrir. Foreldrum, sem vilja gefa barni sínu góða bók, er óhætt að velja Vísnabókina. Og trúað gæti ég, að hún seldist upp á skömmum tíma, ef upp- lagið er ekki því stærra. H. J. M. Skriístafavísur Lag: Gamli Nói. Okkur höllum, okkur höllum ögn til hægri — sko! Höldum í liendur saman, hæ! Það er svo gaman. Jafnir háir, jafnir lágir, Jónsi skrifar svo. Ekki hvassir, ekki þröngir. Allir syngja í kór: Að gera okkur gleiða, geispandi og leiða. Það er kattar-, það er kattar-, það er kattarklór. V. Ö.

x

Heimili og skóli

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimili og skóli
https://timarit.is/publication/1878

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.