Heimili og skóli - 01.10.1946, Blaðsíða 5

Heimili og skóli - 01.10.1946, Blaðsíða 5
HEIMILI OG SKÖLI 99 tímanna eru leikritin. Bæði er hér um að ræða leikrit, sem skrifuð eru sér- staklega fyrir barnatímana, og sömu- leiðis sögur og ævintýri, sem sniðin eru um og gerð að útvarpsleikjum. — Oft em leikrit þessi langar syrpur (ser- ies), þar seiíi hvert leikrit er sjálfstætt, en sömu persónur eru í þeim öllum. — Þannig eignast börnin marga góða kunningja, og sumar þessara persóna verða afar vinsælar, sérstaklega meðal yngri barna. Aðrir leikir eru eins konar fram- haldssaga, oft all spennandi, enda ætl- aðir eldri börnum. Til ieikritanna er mjög vandað, eins og raunar alls flutnin°s, 02; marora uppsetninga minnist ég, sem voru regluleg listaverk. — Þá er nokkuð af ýmiss konar tónlist, en þau „pró- gröm“ eru aldrei höfð löng né þung, enda er tónlistin fremur notuð til að- stoðar við aðra liði. Það mætti Hka segja, að ýmis önnur efni væru höfð tónlistinni til „aðstoð- ar“ og þó væri líklega réttast að kalla það samvinnu milli hinna ýmsu atriða á dagskrá og tónlistarinnar, en sú sam- vinna gefur hvoru tveggja, bæði efni wog tónlist, rneira gildi en ella. Of langt mál yrði að ræða hin fjöl- mörgu efni og „prógröm", sem hér koma til greina, en geta skal ég nokk- urra til viðbótar. Ymiss konar spurningatímar og keppni milli hinna ýmsu landshluta, þar sem börnin eru látin þekkja ýmis hljóð, lög o. fl. þ. h., og látin svara spurningum um ýmis efni, eru afar vinsælir þættir. Þá eru dagskrárliðir um náttúrufræðileg efni, einu sinni í viku hugleiðing um kristileg efni, þættir um ýmis þjóðfélagsmál og mál- efni, sem ofarlega eru á baugi í það og það skipti o. s. frv. Einnig var flutningur á sígildum kveðskap, sem vakti sérstaka athygli mína, þ. e. a. s. ekki kvæðin sjálf, held- ur hitt, hvernig farið var að því að láta börnin hlusta á fremur þungt efni, hve ljúffengt það varð í meðferð listamannanna. Það, sem forstjórinn átti við með „því bezta, sem völ er á“, er í raun réttri ekki efnið sjálft, lreldur meðferð þess. Það þýðir ekki endilega eitthvað há-klassiskt, því að frá því er oft lang- ur vegur. — Að sjálfsögðu er oft á borð borið margt sígilt verk, sem ætla mætti að væri nokkuð torskilið og þungt fyr- ir hinn unga hlustanda, en það er framreitt á svo ljúffengan hátt, að það biður viðkomandi að hlusta á sig. í þessum „heyri-kræsingum“ myndi það svara til ábætis eins, er ég minnist frá bernsku minni og nefndur var: „Þú getur ekki látið mig vera.“ — Heldur ekki er kennsla aðalmark- mið barnatímanna. Þar vinnur skóla- útvarpið geysi merkilegt starf. Hlutverk þeirra og takmark er að vera skemmtiútvarp, fræðandi af og til, en öll áherzla er lögð á að þroska smekk hlustandans, kenna honum að lilusta og gera greinarmun á góðum flutningi og lélegum. Það vakti athygli mína, að varla nokkru sinni eru börn látin skemmta í þáttum þessum, og hafði ég eitt sinn orð á því við leikstjóra nokkurn. Hann sagði mér, að sú skoðun væri almennt ríkjandi nú orðið, að börn

x

Heimili og skóli

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimili og skóli
https://timarit.is/publication/1878

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.