Heimili og skóli - 01.10.1946, Blaðsíða 11

Heimili og skóli - 01.10.1946, Blaðsíða 11
HEIMILI OG SKÓLI 105 börn, sem skortir aga ,eru sjaldan inni- lega glöð, þar sem börn, er vanizt hafa góðum aga, eru hins vegar frjálsmann- leg og glöð. Það er sorgleg staðreynd, sem því miður er ekki fátíð, að duglegir, fróðir og að ýmsu leyti kunnandi og starfhæf- ir menn, verða óhæfir kennarar, vegna þess að þeir hafa ekki vald á þeirri hlið starfins, sem að aganum snýr. Þá koma kvartanirnar um erfiðu börnin, sem óviðráðanleg þykja, þótt orsak- anna sé oftast að leita hjá kennaranum sjálfum. Því að það er kennaranum nauðsynlegt að skilja, að hann verður að gera sterkar kröfur til sjálfs sín, til þess að geta haldið aga. Það þarf mikinn áhuga og mikið starf til þess að hafa allt í lagi á þessu sviði. En fram hjá því verður ekki komizt, ef vel á að fara. Það er rétt, sem uppeldisfræðin Jtef- ur jafnan fullyrt, en nútíminn liefur tilhneigingu til að kalla o;amaldags, að kennarinn verður að gefa gott for- dæmi í smáu og stóru. Óregla, óná- kvæmni og hirðúleysi í skólastarfi kennarans getur verið bein orsök þess, að börnin hagi sér á svipaðan hátt. Kennarinn verður að koma hlutunum þannig fyrir, að möguleikar fyrir aga- brot verði sem fæstir. Og hann hefur svo mikið frjálsræði nú, að honum er í sjálfsvald sett að nota þær aðferðir, sem honum henta bezt. En allt slíkt verður að gerast af yfirlögðu ráði og miðast við það, að skólinn sem heild hafi af því sem bezt not. Gerum nú ráð fyrir, að allir þættir starfsins séu í góðu lagi. Eftir eru þó stærstu kröfurnar á hendur kennaran- um, en þær eru: 1. Að kunna vel það, sem kenna á, og búa sig undir hvern tíma. 2. Að þekkja vel gáfna- og þroska- stig barnanna, og kenna samkvæmt því. 3. Að skilja barnið og geta sett sig í spor þess. 4. Að hafa ánægju af starfinu. Hæfileikar kennarans til að skilja einstaklinginn eru afar nauðsynlegir og þýðingarmiklir. Það er skilyrði fyr- ir vinnufúsleik og vinnugleði bams, að kröfur, sem til þess eru gerðar, séu í hófi. Þetta getur verið mjög misjafnt, jafnvel í sömu deild. Og þótt t. d. lík- amsæfingar séu ætlaðar öllum jafnt í sama hópi, þá verður þó að taka fullt tillit til einstaklinganna um þroska, hæfni og úthald. Að gera sömu ein- strengingslegu kröfurnar til allra jafnt, hvað sem hinum persónulega þroska líður, getur orðið aganum hættulegt og heilsunni líka. Þegar lítið gefið barn reynir allt, sem það getur, og nær með því tiltölu- lega góðum árangri, þá er rétt að láta það finna það og vita, að iðni og dug- ur getur hjálpað hverjum sem er. Ekk- ert treystir betur gott samband milli barnanna og kennarans en sú fullvissa þeirra, að hann sé réttlátur, það er lyftistöng góðs aga. Og þetta sýnir enn og aftur, hve nauðsynlegt það er, að kennarinn skilji starf sitt og hafi það á valdi sínu í krafti persónuleika síns og starfsánægju. Það verður að ganga út frá því, að sá, sem velur sér kennarastöðu að lífs- starfi, sé að eðlisfari barngóður og hafi meira og minna af þeim hæfileika að geta sýnt einstaklingnum nærgætni og ástúð um leið og hann hjálpar honum.

x

Heimili og skóli

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimili og skóli
https://timarit.is/publication/1878

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.