Heimili og skóli - 01.10.1946, Blaðsíða 6

Heimili og skóli - 01.10.1946, Blaðsíða 6
100 HEIMILI OG SKÓLl HANNES J. MAGNÚSSON: Dómur lág Fyrir nokkrum árum var ég að tala við stúlku eina í bekknum mínum. Það var tólf ára bekkur og nokkuð misjafn að námsgáfum. Ég var víst eitthvað að uppörva litlu stúlkuna og stappa í hana stálinu með að herða sig nú við námið. En þá fékk ég þetta svar, sem ég man æ síðan: „Það þýðir ekki, ég verð alltaf neðst.“ Og nokkur tár hrundu niður á bókina hennar um leið. Það var svo mikill sársauki í þess- ætti ekki að nota til þessa, nema um af- burða hæfileika væri að ræða. Það sjónarmið er afar skiljanlegt og auðsætt, þegar um útvarp er að ræða, því að barn eða óþroskaður unglingur er af eðlilegum ástæðum ekki jafnfær fullorðnum til skilnings og flutnings á efnum, sem oft eru æði vandasöm. Þó eru hér á undantekningar, t. d. í spurningatímum, keppni o. þ. h. og eins ef um söng eða hæfni í hljóðfæra- leik er að ræða. Margt mætti fleira segja um barna- tíma B. B. C., en ég læt hér staðar numið. Ég á margar góðar minningar frá dvöl minni hjá B. B. C., og mörgum góðum körlum og konum á ég mikið að þakka fyrir aðstoð og hjálp, og þá einnig íslenzka ríkisútvarpinu, sem gaf mér meðmælabréf í veganesti að heiman og kynnti mig fyrir hinni gagnmerku og glæsilegu stofnun, sem nefnd er B. B. C. u talnanna. urn orðum, að ég fann á svipstundu, að hér stóð skólinn frammi fyrir miklu og viðkvæmu vandamáli. Hvernig á að fara með þessi börn, er ekki geta með nokkru móti fylgzt með öðrum börnum, sem eru í meðallagi og þar fyrir ofan? Er það ekki of þung byrði, sem á þau er lögð, að verða nálega á hverjum einasta degi að auglýsa van- mátt sinn frammi fyrir bekkjarsystkin- um sínum og kennaranum? Eftirbátunum, sem við þekkjum í öllum skólum, má skipta í tvo flokka. í öðrum flokknum eru börn upp og ofan að námsgáfum, sem hafa það sam- eiginlegt, að þeim leiðist allt nám og kasta alltaf til þess höndunum. Þau reyna að gera það minnsta, sem þau sjá sér fært að gera, og eru að skyldu- rækni og iðni fyrir neðan meðallag. Afleiðingin verður svo sú, að börn þessi dragast aftur úr, fá lágar eink- unnir á öllum prófum, en taka sér það ekkert sérstaklega nærri. Þessi börn eru dragbítir í bekkjum sínum, og kennarar hafa af þeim áhyggjur og* erfiðleika. Oft hafa þessi börn alizt upp við lítinn aga á heimilum sínum, þótt svo sé ekki álltaf, og hafa því lítt vanizt á að gera það, sem þeim var ekki að skapi.. í hinum hópnum eru svo seinþroska og vangefnu börnin, sem ekki geta lært, hversu mikla iðni og alúð sem þau sýna við nám sitt. Þetta eru börn- in, sem kvíða fyrir öllum prófum og

x

Heimili og skóli

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimili og skóli
https://timarit.is/publication/1878

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.