Heimili og skóli - 01.10.1946, Blaðsíða 15

Heimili og skóli - 01.10.1946, Blaðsíða 15
HEIMILI OG SKÖLI 109 skjóli einhvers foringja eða flokks og hugsa eins og hann og lifa eins og hann, á heimurinn enga framtíð. En sem sjálfstæðir og hugsandi ein- staklingar getum við tekið þátt í þess- ari heimssmíð. hvar, sem við erum og í Iivaða stétt og stöðu, sem við erum. Það getur gerzt í litlu og fátæklegu verkamannsheimili, heimili bóndans, sjómannsins, heimili auðmannsins og fátæklingsins í kirkjunni og skólan- um, og síðast, en ekki sízt, í hverri ein- ustu mannssál. Og þar á endurbygg- ingin að hefjast. ,,Einn með guði, það er meiri hlut- inn,“ sagði Ibsen. Hver einasti ábyrg- ur einstaklingur, og þó um fram allt hver uppalandi, verður þarna einn af byggingameisturunum. Og sú smíði verður að vera traust. Það má byggja hús og rífa það aftur, ef smíðin liefur mistekizt, en misheppnað uppeldi, hvort sem er að ræða um heilar þjóðir eða einstaklinga, verður seint eða aldrei leiðrétt. Þau mistök eru öllum öðrum mistökum örlagaríkari. Nei, San Franciskó-ráðstefnan mark- ar efalaust spor í rás heimsviðburð- anna. Þó er ekki víst, að hún myndi neinn meirihluta í uppbyggingu hins nýja heims. Það getur orðið miklu hljóðara um hann. Hver veit, nema örlög Islands hafi að einhverju, miklu eða litlu, leyti verið að ráðast vestur á Rafnseyri fyr- ir 120—130 árum. Hver veit, nema þau séu enn að ráðast í einhverju kyrr- látu, góðu íslenzku heimili til sjávar eða sveita. Eða það væri líklega rétt- ara að segja blátt áfram: Þarna eru þau að ráðast, og ekki kannske á neinu sérstöku heimili, heldur á Iiverju ein- asta íslenzku heimili og hverjum ein- asta skóla þessa lands. Við fylgjumst af athygli með öllu því, sem gerist á hinum söguríka, alþjóðlega vettvangi. Það kemur okkur nú meir við en nokkru sinni áður. En við megum samt aldrei gleyma hinu litla og hvers- dagslega, hinum smáu verkefnum, sem bíða okkar hvers og eins hér á útjöðr- um alþjóðamálanna. Einnig þau eru liðir í þeirri óslitnu keðju framvind- unnar, sem smátt og smátt leiðir til fullkomnunar. Þess vegna getur fá- tækur og einangraður kennari eða prestur, bóndi eða verkamaður, á sín- um tíma hlotið kórónu lífsins, engu síður en stórmenni þau, sem nú velta á milli sín örlögum þjóðanna suður í Luxemborgarhöll í París. III. Ein af ógleymanlegustu sögum Nýja-Testamentisins er sagan um föð- urinn. sem kom með vitskerta dreng- inn til Jesú og bað hann að lækna hann. Hann vissi sjálfur um eigin van- mátt til að bjarga drengnum, og sá broddur hefur vafalaust staðið djúpt í sál hans og valdið honum miklum sársauka, en nú treystir hann á meist- arann. Svo þegar skilyrðin komu frá Jesú — Ef þú aðeins trúir — verður þungi vanmáttarins og ósigursins svo mikill og sár, að hann grætur eins og barn og biður meistarann eins og barn að hjálpa sér í al'lri sinni vantrú og vanmætti. Stendur ekki heimurinn í dag ein- mitt í sporum hins ráðþrota föðurs? Hann hefur játað trú sína í orði, en afneitað henni í verki, og nú á hann ekki annars úrkosta en annað hvort að

x

Heimili og skóli

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimili og skóli
https://timarit.is/publication/1878

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.