Heimili og skóli - 01.10.1946, Blaðsíða 13

Heimili og skóli - 01.10.1946, Blaðsíða 13
HEIMILI OG SKÖLI 107 HANNES J. MAGNÚSSON: Andinn eða efnið I. Þau orð eru höfð eftir einhverjum stórbokka sögunnar, að hann hefði allt á valdi sínu nema tímann. Sú mikla elfur rennur sinn eilífa farveg við- stöðulaust, hvað sem öll stórmenni heimsins segja. Glataður dagur, glatað andartak kemur aldrei aftur. Tíminn kemur og fer. Hann gefur mönnum gjafir sínar, en dýrmætasta gjöfin er þó andartakið, sem er að líða. Það er tækifærið. Það er hin dýrðlega óska- stund, sem okkur er öllum gefin. Það er pundið mikla, sem konungur kon- unganna hefur fengið okkur til að ávaxta. Og ég held, að mér sé óhætt að fullyrða það, að munurinn á hamingju og óhamingju, menningu og ómenn- ingu einstaklinga og þjóða liggi ekki hvað sízt í ólíkri afstöðu til andar- taksins, sem er að líða. En þrátt fyrir allt er þó tíminn hinn mikli fræðari, og þótt nemendurnir séu misjafnir, grilla þó flestir í þann sannleika von hráðar, að eins og maðurinn sáir, svo mun hann og uppskera. Gott heimili nýtur venjulega ánægjunnar af góð- um og vel upp öldum börnum. Góður kennari og góður skóli sér óneitanlega mikinn ávöxt af starfi sínu, þótt upp- skeran sé ekki alltaf í réttu hlutfalli við þá orku, sem lögð var fram. Öll ræktun, hvort sem það er jarðrækt eða mannrækt, felur í sér fyrirheit, þótt þau rætist ekki í dag eða á morgun. Hún er engin spákaupmennska. Það er ávöxtur af erfiði. áhyggjum og fórn- um. Ræktunarmaðurinn má ekki vera neinn ,,acta“-skrifari. Hann þarf að standa í nánu sambandi við lífið sjálft og vera skyggn á lögmál þess, hvort sem þeirra er að leita í mold og gró- andi jörð, eða í mannlegum sálum. II. Mannkynið er nú flakandi í sárutn. Hrun hinna sigruðu er orðið að ægi- legu böli, og sigurvegararnir hafa o 7 o o o 12 ára bekkir: Viðfangsefni: 1. Upprifjun 9—11 ára námsefnis. 2. Urn hvar rita skal n og hvar nn í endingum. 3. Um g. (Lágur — lágt, hann hló, þeir hlógu, um boga — boginn). 4. Um f, p og v. (Hefla, tefla, — efna, nefna, tólf, tólfti, — klípa, kleipstu, — hörfa, örva, til sjávar). 5. Um stafasamböndin gld og lgd, — o o o 7 glt og lgt, — gnt pg ngt — og hljóðlaust b. (Sigla — sigldi — siglt, velgja — velgdi — velgt, signa — signdi — signt, — kemba — kembdi — kembt o. s. frv.). 6. Um y — ý og ey. 7. Ýmis atriði. — Stór stafur og lít- ill. Eitt orð eða tvö. Raðtölumerki. Skammstafanir o. fl. 8. Um z. 9. Ýmiss konar stílar. T'öflustílar. Endursagnir. Greinanuerki. Ritgerð- ir. Bundnu máli snúið í óbundið mál.

x

Heimili og skóli

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimili og skóli
https://timarit.is/publication/1878

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.