Heimili og skóli - 01.10.1946, Blaðsíða 22

Heimili og skóli - 01.10.1946, Blaðsíða 22
116 HEIMILI OG SKÓLI 1. Að því aðeins sé lenging skólaskyldunnar framkvæmd, að stórum verði aukið verklegt nám i unglingadeildunum frá því sem nú er í 7. bekk barnaskólanna. 2. Að barnakennarar verði hafðir með í ráðum, þegar ákveða skal endanlega námsefni í 1. bekk unglingaskólans, sem á að taka við 14. aldursár- inu af barnaskólunum. Verður það að teljast mikilvægt, að börnum á þeim aldri verði ekki ofþyngt með miklti og þungu bókpámi, en barna- kennarar hins vegar kunnugastir námsgetu og þroska þessa aldursstigs. 3. Að jafnframt því sem aukið verði verklegt nám í unglingadeildinni, verði einnig kristin- dómsfræðslu og öðrum siðrænum viðfangsefnum gefið ríflegt rúm í námsskrá fyrir 14—15 ára nemendurna, og því komi það ekki til mála að skerða þá kristindómsfræðslu, sem 14. aldursáriff hefur haft hingað til, heldur eigi miklu fremur að auka hana. 4. Að um leið og nám yngri deildar barnaskól- anna verður aukið, komi hjálpargögn í skrift og átthagafræði. 5. Að beitt sé fyllstu varkárni við útilokun barna frá eldri deild með prófi upp úr yngri deild, meðan engir skólar eru til fyrir þau börn. 6. Að barn, sem eftir tveggja ára nám í elztu deild barnaskólans nær ekki barnaprófi, losni við framhaldsskólaskyldu, nema við verklegt nám. 7. Að jafnframt því sem reglugerð og nám- skrá barnaskólanna verður samin, séu námsbæk- ur endurskoðaðar og nýjar samdar, sem svari til þeirra breyttu viðhorfa, er stytting skólaskyld- unnar unt 1 ár hefur í för með sér. 8. Fundurnn telur sjálfsagt, að nefnd reyndra barnakennara aðstoði við að semja reglugerð um öll próf í Irarnaskólum og námskrár þær, er þeinr verða settar samkvæmt hinum nýju fræðslu- lögum. Vorið. Þriðja hefti af barnatímaritinu Vorinu er nú komið út fvrir skömmu og flytur að vanda mjög fjölbreytt lesefni fyrir börn og unglinga. Þarna eru margar sögur, kvæði, leikrit, gátur og þrautir, gaman og alvara o. m. fl. Meðal annars er þarna sagan af Steini Bollasyni í leikritsformi, mjög skemmtilegum búningi. Margar myndir eru í ntinu. Það kostar aðeins 5 krónur. /.' = -■ ..............-.....■ =?■ HEIMILI OG SKÓLI Tímarit um uppeldismál Útgefandi: Kennarafélag Eyjafjarðar Ritið kemur út í 6 heftum á ári, minnst 20 síður hvert hefti, og kostar árg. kr. 10.00, er greiðist fyrir 1. júní. Útgáfustjóm: Snorri Sigfússon, skólastjóri. Kristján Sigurðsson, kennari. Hannes J. Magnússon, yfirkennari. Afgreiðslumaður: Sigurður Jónsson skrifstofumaður, Eyrar- landsveg 29. Innheimtumaður: Eiríkur Sigurðsson, kennari, Hrafnagils- stræti 12, sxmi 262. Ritstjóri: Hannes J. Magnússon, Páls Briems-götu 20, sími 174 Prentverk Odds Bjömssonar ,[--------- . ' Útbreiðið Heimili og skóla. Vinir og velunnarar ritsins eru beðnir að út- vega því nýja áskrifendur. Nýir útsölumenn ósk- ast, sérstaklega í sveitunum. Munið, að nýir kaupendur fá síðasta árgang ókeypis. í þessum tveimur vísum finnst stafrófið, nema x og z: Gömul vísa. Afi minn fór á honum Rauð eitthvað suður á bæi að sækja bæði sykur og brauð sitt af hvoru tæi. Hýr hann kemur heim í kvöld, hlakkar stúlka og piltur. Mér hann gefur mola og högld, mun ég þakka stilltur. V. Ö-

x

Heimili og skóli

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimili og skóli
https://timarit.is/publication/1878

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.