Heimili og skóli - 01.10.1946, Blaðsíða 12

Heimili og skóli - 01.10.1946, Blaðsíða 12
106 HEIMILI OG SKOLI FRIÐRIK HJARTAR: Námskrá í stafsetningu og stílagerð [Friðrik Hjartar, skólastjóri á Akranesi, mun vera með faerustu móðurmálskennurum á landi hér, enda hefur hann lagt alveg sér- staka rækt við þá námsgrein á löngum kennaraferli. Hefur hann fyrir löngu mynd- að sér fast kerfi til að vinna eftir, einkum við stafsetningarkennsluna, og orðið vel ágengt. A kennaranámskeiðinu á Laugum sl. sumar flutti hann nokkur erindi um móð- urmálskennslu og kom m. a. að þeim regl- um, sem hann hefði myndað sér við kennslu í þeirri grein. Hefur hann nú samkvæmt beiðni látið mér í té nokkra höfuðdrætti úr þeirri námskrá. — Ritstj.]. 8 ára bekkir: Lærð utan að 3—4 algeng og auð- veld orð á dag. 9 ár'a bekkir: Kennt að rita é í stað je. Æfð létt og auðveld orð, einkum þau, er börn- in nota oftast, t. d. orð, er snerta heim- ilið, skólann, nám barnanna, leiki þeirra og dagleg störf. Punktur og spurningarmerki. Einföld kommu- setning. Töflustílar. Kennt að þekkja málsgrein. Máttur persónuleikans verður að streyma frá mörgum uppsprettum, er gefa eiga valdi hans gildi, svo sem auð- legð andans, víðum sjóndeildarhring, almennri þekkingu, umbótaáhuga og hæfileikanum til að tala „sandt om smaat og stort og jævnt om alt det hpje.“ (Lauslega þýtt). 10 ára bekkir: Eftirfarandi atriði rækilega æfð: 1. Upprifjun 9 ára námsefnis. 2. Grannir sérhljóðar á undan ng og nk. (Ng- nk-reglan). 3. Um hvar rita skal hv og kv. 4. Um é og j. 5. Myndir og stílar í sambandi við þær. Töflustílar. 6. Málsgrein, setning, kommusetn- ing. 11 ára bekkir: Viðfangsefni: 1. Upprifjun 10 ára námsefnis. 2. Kennt að þekkja stofn greinis, nafnorða, lýsingarorða og sagna, — og sýnd nauðsyn þess, að gæta vel orð- stofnsins. (Vatn — vatns, prest — prests, hægur — hægt, slakur — slakt). Þetta æft rækilega. O 3. Um r. (Karl, kerling, Árni, Bjarni, þorsti, bursti). 4. Um gs — ks — og x. (Lags (af lag), laks (af lak), lax (fiskur).) 5. Um hvar rita skal tvöfaldan sam- hljóða og hvar einfaldan. (Glöggur — gleggri — gleggstur — glöggt; vægur — vægari — vægastur — vægt). 6. um a og e og i. (Lag — laginn, um trega — tregi, um sviga — svigi). 7. Um tvö n í greini. 8. Endursagnir, sendibréf o. fl. stíls- efni. Töflustílar, setning, komma, bein ræða, gæsalappir, tvídepill, spurningarmerki. Sn. S.

x

Heimili og skóli

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimili og skóli
https://timarit.is/publication/1878

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.