Heimili og skóli - 01.10.1946, Blaðsíða 17

Heimili og skóli - 01.10.1946, Blaðsíða 17
HEIMILI OG SKÓLI 111 til að ná fótfestu, svo óviðbúin var hún þessum snöggu umskiptum. Þess vegna hafa allar tilraunir hennar að marka sér glögga stöðu í nýju um- hverfi, reynzt næsta fálmkenndar. Skólarnir eru stælingar á erlendum formum, og þá einkum dönskum. Meiri hlutinn af þeirri list, sem skap- ázt hefur á síðustu árum, ber meiri og minni keim af erlendum ,,ismum“. Við fengum nýju guðfræðina svo nefndu sunnan úr Þýzkalandi, sem olli hinu mesta losi í trúmálunum. Þá má ,á sviði þjóðmálanna nefna sócialism- ann, sem valdið hefur meira róti í íslenzku þjóðlífi en nokkur gerir sér grein fyrir. Loks mætti benda á kvik- myndirnar, sem haft hafa djúp og óheillavænleg áhrif á íslenzka æsku. Hinar þjóðlegu bókmenntir, sem höfðu verið lesnar og lærðar öld fram af öld, viku nú fyrir sívaxandi bóka- kosti, er á síðustu árum hefur nálega flætt út yfir alla bakka. Hinar þjóð- legu bókmenntir hafa verið þarna í algerum minni hluta. Og þó að þarna hafi verið margt ágætra bóka, bæði innlendra og erlendra, hefur vandinn að velja og hafna vaxið að sama skapi sem bækurnar urðu fleri. Og þó að leitt sé að þurfa að segja það á þess- ari lærðu öld, sem við lifum á, þá hef- ur nálega ekkert verið gert af hálfu hins opinbera til að leiðbeina almenn- ingi um bókaval og tryggja lionum, að svo miklu leyti sem hægt er, að tíma 02: fé sé ekki á stlæ kastað við að kaupa og lesa lélegar bækur. Sjálfs- valið og frelsið til að velja og hafna yrði engu síður að vera eftir sem áður. Því miður eigum við fáa bókmennta- gagnrýnendur, sem hægt er að treysta, og þó að við og við komi umsagnir um bækur ifrá mönnum, sem óhætt er að taka mark á, er þó meiri hlutinn af öll- um hinum svonefndu ritdómum til orðinn í auglýsingaskyni, eða vaxinn úr jarðvegi einhvers konar kunnings- skapar. Og þegar Ríkisútvarpið flytur hinar mestu skrumauglýsingar um lé- legustu þriðja flokks reyfara, er það mjög hæpið, að slíkt geti samrýmst því menningarhlutverki, sem því er ætlað að vinna. Þess vegna væri vissulega ástæða til að gera eitthvað til að leið- beina þjóðinni um bókaval. Vara við ruslinu, eins og hverri annarri svik- inni vöru, en vekja athygli á því, sem vel er ættað. Hver þjóð, sem komin er í þjóðbraut alþjóðaáhrifa, má búast við, að allar þessar öldur og margar fleiri skelli á henni. Það væri hvorki hollt eða skynsamlegt að loka sig inni fyrir öllu slíku. Heldur læra smátt og smátt að skilja hismið frá hveitinu. (Framh.) Grein um íslenzk skólamál. í nýútkomnu hefti af „Folkeskolen", sem er málgagn danska kennarasambandsins, skrifar Th. Bögelund, skólaátjóri í Fredericia á Jótlandi, grein um íslenzk skólamál, en Bögelund ferðaðist hér um í sumar og flutti fyrirlestra á tveimur kennaranámskeiðum. Hann nefnir grein sína „Landet med Hjemmeundervisning og Vandre- lærere," og kemur höfundurinn víða við. Grein hans er öll mjög hlýleg i garð íslendinga og ís- lenzkra skólamanna, og ber hann okkur vel sög- una á allan hátt. Leiðrétting. í smágreinirini Skilgetin og óskilgetin börn, í síðasta hefti, urðu þau leiðinlegu mistök í upp- hafi greinarinnar, að orðin skilgetin og óskilgetin brengluðust. Orðið skilgetin á að standa við fyrri töluna, en óskilgetin við þá síðari.

x

Heimili og skóli

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimili og skóli
https://timarit.is/publication/1878

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.