Heimili og skóli - 01.10.1946, Blaðsíða 14

Heimili og skóli - 01.10.1946, Blaðsíða 14
108 HEIMILI OG SKÓLI fært hinar þyngstu fórnir. Heimurinn og framtíð hans er því miklu óráðn- ari gáta nú en nokkru sinni áður. Og á slíkri örlagastund fer ekki hjá því, að hver hugsandi maður nemi staðar og spyrji: Hvernig verður sá nýi heim- ur, sem börnum okkar er ætlað að lifr í á komandi árum? Eg segi hinn nýi heimur, vegna þess að heimurinn, sem við þekktum fyrir 1939, kemur aldrei aftur. Hann hefur hrunið með öllum sínum ytri glæsileik. Það var heimur tir stáli og járni, og hefði því átt að vera traustur, en það fór eins og þegar Díon ætlaði að skapa mann. Það vantaði lífsneistann, það vatnaði andann til að gefa efninu menningar- gildi og eilífðargildi. Það hefur ein- hver sagt, að trúlaus stjörnufræðing- ur væri vitfirringur. Andlaus og trú- laus vélamenning verður vitfirrt og skapar heimsstyrjaldir. Það vantaði eitthvað í þann heim, sem hefur hrunið í rústir. Það vantaði í hann það öryggi, sem líf okkar og menning verður að hvíla á, svo að við eigum það ekki á hættu hvenær sem er, að lönd og þjóðir verði formyrkv- uð af vitfirringslegum styrjöldum og blóðsúthellingum. Það er óhjákvæmi- legt að gera stórfelldar tilraunir með að skapa betri og öruggari heim. En hitt er svo annað mál, hvernig það tekst. Og sannast að segja mun þurfa nokkra mannsaldra til að byggja sjálfa undirstöðuna, ef hún á ekki að bregð- ast, því að hvítglóandi hatur hinna hernumdu þjóða og lamandi minni- máttar- og vanmáttarkennd hinna sigruðu er ekki traustur grundvöl'lur. En lítum við hins vegar í okkar eiginn barm, sjáum við þá staðreynd, að blint og skefjalaust flokkaofstæki og flokks- hyggja er á góðum vegi með að hrinda hugsandi mönnum frá öllum afskiptum af opinberum málurn. En segjum nú svo, að leiðtogum þjóðanna takist með víðsýni og góð- um vilja að byggja upp fullkomið skipulag, fullkomið hagkerfi, svo að atvinnuleysi og annað slíkt böl verði þurrkað burt. Gerum ráð fyrir, að það takist að byggja upp réttlátt stjórn- skipulag, þar sem frelsi og jafnrétti einstaklinganna er tryggt með löggjöf. Og þetta væri vissulega óendanlega mikils virði. En þó gæti svo farið, að þetta allt yrði næsta lítils virði, ef ekki tækist jafnframt að ala upp sann- menntaða, réttláta og víðsýna menn, bæði til að framkvæma þetta skipulag og þó ekki síður til að lifa eftir því. Það hörmuðu það margir á síntun tíma, að okkur íslendingum skyldi ekki gefast kostur á að senda fulltrúa- á hina örlagaríku ráðstefnu hinna frjálsu þjóða í San Franciskó á síðast- liðnu sumri. Ekki dreg ég það í efa, að það geti verið mikilsvert fyrir okk- ur að eiga fulltrúa á slíkum alþjóða- ráðstefnum. En hitt vil ég fullyrða, að það verða ekki fyrst og fremst odd- vitar alþjóðamálanna, stjórnmálaskör- ungar og þjóðhöfðingjar, sem byggja upp hinn nýja heim. Þeir geta gert nokkurs konar teikningu af honum, jafnvel klambrað saman grindinni. Nei, hinir eiginlegu byggingameistar- ar verða þú og ég. Það verður fjöld- inn, sem fyllir þennan heim lífi og starfi, góðu eða illu. Foringjadýrkunin á að vera úr sögunni, og ef einstakling- urinn getur ekki lifað sem sjálfstæð, hugsandi vera, en þarf að standa í

x

Heimili og skóli

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimili og skóli
https://timarit.is/publication/1878

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.