Heimili og skóli - 01.10.1946, Blaðsíða 9

Heimili og skóli - 01.10.1946, Blaðsíða 9
HEIMILI OG SKÓLI 103 nám og tvær stofur fyrir handavinnu- kennslu. Ennfremur er þar kennara- stofa, húningsherbergi fyrir leikfimis- sal og snyrtiherbergi. Börn í skóla eru nú 90—100 og er því allvel séð fyrir húsrými til kennslunnar. Arin 1937—’38 var byggt leikfimis- hús við skólann, og var það fyrsta leik- fimishúsið á Austurlandi. Stærð húss- ins er 18x8 metrar, og er vel til þess vandað. Fullnægir það vel þörf skól- ans og kauptúnsins um langa framtíð. (Leikfimishúsið er á miðri myndinni). Næsta átakið í þessum byggingamál- um og hið stærsta var bygging sund- hallarinnar (fremst á myndinni). Bygging hennar hefur nú staðið yfir 2l/2 ár, en er nú að verða lokið, og verður laugin væntanlega tekin til af- nota se-int í vetur, eða næsta vor. Kostnaður er , óuppgerður enn, en verður sennilega hátt á þriðja hundr- að þúsund krónur. Þessi mikli kostn- aður við byggingu sundhallarinnar hefur að mestu verið borinn af fólkinu í kauptúninu með samskotum ein- staklinga, tillögum frá félögum, hreppssjóði, sýslusjóði og íþróttasjóði. Þegar litið er til fámennis þess, sem hér er, mun þetta vera stærsta átak hér á landi í byggingu sundlaugar. Gert er ráð fyrir að hita laugina með kolum eða olíu og síðar með raf- magni. Stærð laugarinnar er 12,5x6 metrar. Gufubaðklefi verður í út- byggingu, sem sést lengst til vinstri á myndinni. Á svölum verður sólbað. — Heimili os[ skóli óskar Fáskrúðsfirð- ingum til hamingju með þessa mynd- arlegu menningarstofnun, og ég per- sónulega hef alveg sérstaka ástæðu til að samfagna þeim með allar þessar framkvæmdir, og það er ósk mín, að þarna megi æska staðarins mannast og vaxa að þekkingu og manndómi. H. J. M.

x

Heimili og skóli

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimili og skóli
https://timarit.is/publication/1878

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.