Heimili og skóli - 01.10.1946, Blaðsíða 16

Heimili og skóli - 01.10.1946, Blaðsíða 16
110 HEIMILI OG SKÓLE afneita þeirri efnishyggju, sem hefur verið að leiða hann í glötun, eða far- ast ella menningarlega séð. En það þarf fleira að gera en taka nýja trú, og eitt af því, sem leggja þarf áherzlu á, þegar til þess kemur, að við förum að byggja upp nýjan og traustari heim, er það, að endurskoða afstöðu okkar til frelsisins, sem æskan sá í svo rómantísku og heillandi ljósi á fyrstu áratugum þessarar aldar, en þó einkum eftir heimsstyrjöldina fyrri. Frelsið er ekkert leikfang, og þegar það er notað til að varpa frá sér öllum skyldum, öllum • erfðavenjum, alda- gömlum trúar- og siðgæðiskenning- um, þá fer að verða ástæða til að spyrna við fótum og segja: Hingað og ekki lengra. En þannig hefur frelsi 20. aldarinnar verið notað af fjölda manna.. Þetta óheilbrigða viðhorf hefur sett svip sinn á uppeldismálin, félagsmálin, trúmálin og menningu þjóðarinnar yfirleitt. Kapphlaupið um misskilið og óskorað frelsi hefur leitt til ófarnaðar. Ef maðurinn er ekki fyrir eigin per- sónuleika og skapgerðarþroska and- lega frjáls, gagnar honum ekkert að losa sig við trúna á guð, annað líf, o. s. frv. Því að áður en hann veit af er hann farinn að trúa á eitt'hvað annað, sem bindur hug hans og skoðanir enn fastari böndum. Þetta hefur líka orðið hið mesta vatn á myllu ýmissa manna, sem voru þyrstir í völd og mannfor- ráð. Þeir hafa sópað þessu fól-ki að sér, og þessi eða hin þjóðmálastefnan hef- ur nálgast það að verða að trúarbrögð- um. Stjórnmálaskoðun með tilheyr- andi gagnrýni hefur orðið að stjórn- málatrú. Og fyrir utan áfengið, skáld- sagnaruslið og lélegar kvikmyndir er ekkert, sem afmannar og heimskar þjóðina meir nú, eins og áróðursstarf stjórnmálablaðanna og stjórnmála- flokkanna. IV. Ef við lítum til baka á sögu liðinna alda og reynum að gera okkur grein fyrir, hvað það hafi einkum verið, sem setti svip sinn á og mótaði þjóðar- uppeldið hér meðal okkar íslendinga, þá komumst við að þeirri niðurstöðu, að það hafi fyrst og fremst verið hinn kristilegi og þjóðlegi þáttur, sem lá eins og rauður þráður í gegnum sög- una, þráður, sem aldrei slitnaði. Hinar kristilegu og þjóðlegu bókmenntir voru tvær miklar elfar, sem allt þjóð- aruppeldið mótaðist af. Og þetta er grundvöllurinn, sem við á öllum tím- um hljótum að byggja á, hvað sem öllu öðru líður. Þetta eru höfuðlín- urnar, sem hver uppalandi og hver uppeldisstofnun verður að vinna eftir, eigi uppeldi þjóðarinnar að eiga sér einhvern farveg að falla eftir. En hvernig hefur þetta svo tekizt hina síðustu áratugi? Það má segja það í stuttu máli, að þessir tveir þræðir í þjóðaruppeldinu hafa aldrei verið nær því að slitna en nú. Ekki svo að skilja, að þjóðin sé bæði að verða heiðin og óþjóðleg, heldur eru hin kristilegu og þjóðlegu viðhorf ekki lengur það mót- andi afl í þjóðlífinu, sem það var fyrir nokkrum áratugum, og ber margt til þess. í fyrsta lagi það, að þjóðinni var kippt mjög skyndilega inn í heim hinna alþjóðlegu viðhorfa, bæði í lífs- háttum, trúmálum og þjóðmálaskoð- unum, svo að hún hafði tæplega tíma

x

Heimili og skóli

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimili og skóli
https://timarit.is/publication/1878

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.