Heimili og skóli - 01.10.1946, Blaðsíða 7

Heimili og skóli - 01.10.1946, Blaðsíða 7
HEIMILI OG SKÓLI 101 þjást af minnimáttarkennd í allri sam- búð sinni við hin börnin. Þessi börn kalla ætíð á samúð. Eng- um kennara er það sársaukalaust að sjá kvíðann í augum þeirra, þegar að því kemur að kveða á upp stóradóm prófanna. Að vera dæmdur og léttvæg- ur fundinn er ætíð mikið áfall, og ekki sízt fyrir börn. Við það bætist svo kvíð- inn við að hryggja pabba og mömmu með því að sýna þeim hinar lágu töl- ur. Og það er ef til vill þyngsta raun- in. Kannski er þetta eini drengurinn eða eina stúlkan þeirra, sem þau hafa reynt að hjálpa eftir föngum við nám- ið, og svo kemur ósigurinn þarna skjal- festur. í sambandi við þetta er vert að benda á, að foreldrar og kennarar verða að berjast á móti því, að sú skoð- un festi rætur hjá barninu, að lágu einkunnirnar skeri úr um manngildi og möguleika til að verða nýtur þegn samfélagsins. Enoinn veit, hvaða áhrif slíkt gæti haft á veiklynda sál, ef alið væri á slíku. Og þegar litið er á erfið- leika þessara barna við að fylgjast með í deildum sínum, er einnig vert að benda foreldrum almennt á það, að það er mjög misráðið að leggja kapp á að koma börnunum í þær deildir, sem lengst eru komnar, án þess að vita, hvort þau eiga þar samleið með hin- um börnunum. En á þetta leggja for- eldrar oft hið mesta kapp, og að því er virðist oft í hinni mestu blindni. Þetta er oft lítill greiði við börnin sjálf. Eins og það getur verið mjög var- hugavert að hæla börnum mikið fyrir háar einkunnir og ala á metnaði þeirra á þann hátt, svo er það einnig fr^ uppeldislegu sjónarmiði afar nauð- synlegt að taka á lágu einkunnunum með hinni mestu nærgætni og samúð. Ekki aðeins í sambandi við venjuleg vorpróf, heldur í öllu skólastarfinu. Engin börn eru verr fyrir það kölluð en þessi börn, að þeim sé sýnd ónær- gætni, og ef þau mæta slíku, getur við- horf þeiria til skólans, kennarans eða foreldranna snúizt upp í andúð og þrjózku. Og þó að það sé mannlegt að missa stundum þolinmæðina, þegar lítill eða enginn árangur sézt af margra mánaða, eða margra ára starfi, má það þó helzt aldrei koma fyrir, að fræðarinn láti á því bera á nokkurn hátt við þessi börn. Þeirra byrði er nógu þung samt. Hann þarf að geta tekið vankunnáttu og getuleysi þess- ara barna með sama hlýleik og sama brosinu eins og frammistöðu duglegu barnanna. Og enginn fagnar hinum smæstu sigrum heldur eins hjartan- lega eins og einmitt þessi börn, og það einfaldlega af því, að þeir eru svo dýr-

x

Heimili og skóli

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimili og skóli
https://timarit.is/publication/1878

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.