Heimili og skóli - 01.12.1946, Side 5

Heimili og skóli - 01.12.1946, Side 5
HF.TMILI OG SKÖLI 123 TH. BOGELUND, skólastjóri: Nokkur orð um MINNI, GLEYMSKU OG NÁMSEFNI Hcrra Thorvald Bögelund, skólastjóri frá Fredericiu í Danmörku, sem var hér á ferð í sumar, hefur skrifað eftirfarandi grein fyrir Hemili og skóla. Birtist hér fyrri hluti hennar, en síðari hlutinn mun koma í fyrsta hefti næsta árs. Cand. phil. Skúli Magnússon, kennari, hefur gert mér þann greiða að snúa greininni á íslenzku. Ritstj. Víðs vegar situr nú skólaæska okkar við lestur námsbóka. Víðs vegar er unnið í dag- og kvöldskólum, á nám- skeiðum og í æðri menntastofnunum, að menntun barna og unglinga. En alls staðar er fólk, og það er ekki svo fátt, sem kvartar yfir því, að þess eigið eða annarra minni sé of lélegt. Okkur finnst oft, að börn okkar eða nemend- ur tmuni of Jítið og við sjálf verðum gleymnari og gleymnari. Er þá ekkert hægt að gera til þess að ná ögn betri árangri? Jú, eitthvað er hægt að gera til úr- bóta. Hér á eftir koma nokkrar athug- anir til glöggvunar á því efni. Fyrst verður þó að vekja athygli á því, að hinn andlegi hæfileiki að muna, sjálft minnið, verður tæplega endurbætt. En árangurinn af minnisstarfi okkar er kominn undir ýmsum öðrum ástæð- um, sem hægt er að breyta í hag- kvæma átt. Minnið starfar aðallega á þrennan liátt: 1. Með hugnæmi, þ. e. a. s. með hugfestingu áhrifa. 2. Með varðveizlu álirifa. 3. Með upprifjun varðveittra álrrifa. Því miður — og þó til allrar ham- ingju — er til nokkuð, sem nefnist gleymska, eins og allir vita. Yfirleitt og án umhugsunar höfum við tilhneigingu til að ætla, að gleymskan sé helstefnukennt linign- unarfyrirbrigði, sem beinlínis eyði- leggi mikið af andlegum verðmætum okkar. En starf gleymskunnar er oft mjög gagnlegt, eins og við munum komast að raun um. Ástandið er ein-

x

Heimili og skóli

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimili og skóli
https://timarit.is/publication/1878

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.