Heimili og skóli - 01.12.1946, Side 10
128
HEIMILI OG SKÖLl
in, sem falla af augum móðurinnar,
hressa og endurnæra hjarta hennar,
sem orðið er þreytt og kvalið, og það
fær þrótt og hugrekki á ný. Annars
mundi það visna af sorg og and-
streymi, því að börnin eru ekki alltaf
eins góð og móðurhjartað óskar og
vonar.
Þegar Drottinn hafði skapað börn-
in, breyttist allt. Mennirnir gengu nú
ekki lengur um í Paradís kaldir á svip
og kærulausir. Það varð brátt allt of
þröngt fyrir alla þá, sem uxu upp, svo
að þeir urðu að flytja sig í önnur lönd,
sem ekki voru jafn góð. Nú hófst bar-
áttan við hungur og kulda, sem menn-
irnir heyja síðan stöðugt. Og um leið
komu áhyggjurnar og óttinn, samfara
umhyggjunni fyrir börnunum. Nú má
oft sjá skugga þreytu og hugarangurs
hylja andlit foreldranna, en þegar
þeim verður litið á börnin sín kæru,
hverfa sorgarskýin og geislar gleði og
hamingju ljóma þar í staðinn, því að
allir foreldrar vona, að börnin öðlist
þá hamingju, sem þeir ekki hlutu.
Síðan þetta gerðist eru stöðugar
svipbreytingar á ásjónum mannanna.
Þar má ýmist sjá gleði, hryggð, sárs-
auka eða frið hvern dag. Og þótt það
virðist ótrúlegt, þá er það þó áreiðan-
lega satt, að fyrir það eru þeir orðnir
bæði fegurri og miklu hamingjusam-
ari.
Eiríkur Stefánsson þýddi.
GLEÐILEG JÓL!
GOTT OG FASÆLT
KOMANDl ÁR!
Varnarræða
Fjörutíu ára gömul varnarræða kom
mér í hug í dag af sérstökum ástæðum.
Hún er frönsk að uppruna. Frakkar
höfðu þá tekið burt kristindóms-
fræðslu úr skólum sínum. Oar er ungl-
ingur einn hafði gerzt sekur um morð,
hélt verjandi hans eftirfarandi ræðu
fyrir réttinum:
„Herrar mínir, ég hef hér lítið að
gjöra. Drengurinn hefur meðgengið.
Hann verður því ekki Varinn. Samt
verð ég að bæta við nokkrum orðum.
Ég sé hér fyrir framan mig mynd af
frelsaranum. Hún hangir hér í við-
hafnarstofu yðar, þar sem þér kveðið
upp dóma yfir sakkmönnum. En hví
heyrist ekkert um hann í skólum yðar,
sem þér sendið börnin yðar í? Hví fær
glæpamaðurinn fyrst að sjá hann hér,
þegar hann er orðinn brotlegur við
lögin? Ef honum hefði verið sýndur
hann meðan hann sat á skólábekkn-
um, hver veit nema þér hefðuð þá orð-
ið lausir við að sjá hann hér á saka-
mannabekknum? Það eruð þér, sem ég
ákæri. Þér, sem þykist af menntun yð-
ar, en farið villur vegar, þér, sem
breiðið út vantrú og munaðarsýki
meðal fólksins og látið yður svo furða
á því, þó að það svari yður aftur með
siðleysi og glæpum. Dæmið þér dreng-
inn. Þér hafið rétt til þess. En ég ákæri
yður. Það er skylda mín.“
Og það er rétt að minnast þess nú,
að það var einmitt munaðarsýkin,
sem olli því, að drengurinn vann
glæpinn. Hann myrti til fjár.
(Úr gömlu Skólablaði).
Sn. S.