Heimili og skóli - 01.12.1946, Side 15

Heimili og skóli - 01.12.1946, Side 15
HEIMILI OG SKÓLI 133 HANNES J. MAGNÚSSON: Andinn eða efnið (Niðurlag). Á svelli trúmálanna hefur einnig orðið hált. Með rótleysi því, er hin fyrri heimsstyrjöld olli, skapaðist nýr og góður jarðvegur fyrir efnishyggj- una, sem fram að þeim tíma hafði átt fremur erfitt uppdráttar. Sú æska, sem kom kalin á hjarta út úr þeirri gern- ingahríð og hafði misst trúna á hinar fornu dyggðir, hin fornu verðmæti og siðaboð, sigldi nú hraðbyri í fang efn- ishyggjunnar, sem þá var að taka á sig mjög lærðan og virðulegan svip. Hús- lestrabækurnar voru nú lagðar á hill- una, guðrækilegar iðkanir í heima- húsum lögðust niður og kirkjugöng- um fór æ fækkandi. f>að hafði einhver strengur slitnað í brjósti þessarar kyn- slóðar, og þótt reynt væri að slá á hann, gaf hann ekki hljóm. Nú má segja, að tjald sögunnar falli að loknum löngum og merkilegum þætti með ósviknum, þjóðlegum ein- kennum, 'áð frátöldum hinum dönsku áhrifum. Og þegar tjaldið er dregið upp á ný, kemur fram þjóð, sem er að verða nýtízku menningarþjóð. Nú hefst tímabil, sem er ævintýri líkast að stórstígum framförum á flestum svið- um. Þjóðin er svo önnum kafin við hin margþættu verkefni, að hún gáir þess ekki í bili, hvers hún hefur misst. Þjóð, sem lifað lrefur tiltölulega frum- stæðu menningarlífi, hefur margs að gæta, er hún hefur svo snögglega fata- skipti. Og það er alltaf nokkur vandi að fella saman hið gamfa og nýja, svo að vel og giftusamlega takist. En það hefur nú farið svo sem vænta mátti, að þótt við höfum mikið hlotið, höfum við þó ýmsu glatað af hinum gamla og góða arfi. Hinn merki sálarfræðinorur og o o heimspenkingur William James segir, að vakandi trúarlífi fylgi þessi ein- kenni: 1) Það er eins og lífið fái nýjan un- að, sem kemur fram annað hvort sem skáldleg hugarlyfting eða hvöt til al- vöru og hetjumóðs. 2) Trúnaðartraust og jafnaðargeð, og í sambúð við aðra menn, hefur kær- leiksríkt hugarfar yfirhöndina. Hver verður nú raunin á, ef við skoðum nútímann í þessu ljósi? Virðist unga fó.lkið t. d. búa yfir þeim unaði og rósemi hjartans, sem ltér er lýst? Hefur trúnaðartraust, jafnaðargeð og kærleiksríkt hugarfar t. d. yfirhöndina á liinum opinbera vettvangi, þar sem einna mest reynir á þegnskapinn? Þær tvær heimsstyrj- aldir, sem við höfum orðið að lifa, gefa greinilegt svar við þessari síðari spurningu almennt séð. Hin stefnulitla og reikula leit æsk- unnar að lífshamingju og verkefnum nú á dögum ber glögg einkenni ein- hvers innri tómleika. Og þrátt fyrir þann glæsileik, sem nú hvílir yfir ís- lenzkri æsku, er vafamál, að nokkurn tíma hafi verið fleiri börn og ungling-

x

Heimili og skóli

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimili og skóli
https://timarit.is/publication/1878

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.