Heimili og skóli - 01.10.1948, Blaðsíða 6

Heimili og skóli - 01.10.1948, Blaðsíða 6
102 HEIMILI OG SKÓLI fræði, náttúrufræði og sögu o. s. frv.? Og svarið kemur einlivers staðar að innan: Nei, það er ekki nóg. Þið eigið að skila börnunum á hverju vori meiri og betri börnum. Svona hugsa allir kennarar, þrátt fyrir allt bókastaglið. En hitt er svo annað mál. hvernig þetta tekst. Þar kemur margt til greina, sem er kennurunum alveg ó- viðráðanlegt. — Þegar ég lít yfir hóp mörg hundr- uð barna og sé, hve vel þau eru til fara, hreinleg og snyrtileg, jafnvel hver einasti silkiborði í hárinu á litlu stúlkunum er hnýttur af sérstakri al- úð og vandvirkni, verður mér ljóst, að á bak við þetta allt liggur lieilt úthaf af umhyggju, alúð og kærleika. Og þessi umhyggja er ekki aðeins látin í té í dag, lreldur dag eftir dag, mánuð eftir mánuð og ár eftir ár. Og þegar mér verður það á að efast um, að við lifum í góðum heimi, þarf ég ekki annað en að líta á þennan barnahóp, og þá hlýt ég að segja: Nei, heimur, sem býr yfir allri þessari alúð, allri þessari umhyggju og öllum þessum kærleika, getur ekki verið vondur heimur. En einmitt þarna höfum við fund- ið leyndardóm góðs uppeldis. Það er einmitt alúðin .umhyggjan og kær- leikurinn, sem skapar góð börn og góða menn. Ræktunarmaðurinn veit, að það þarf um fram allt alrið og um- hyggju, til þess að garðurinn hans eða túnbleturinn verði blómlegui. Hversu miklu fremur þarf þá ekki á þeim dyggðum að halda við uppeldi barn- anna okkar. En þar, sem þetta skortir, hvort sem það er í heimili eða skóla, mistekst uppeldið, það hlýtur að mis- takast. Og þá getur sú harmsaga gerst, að gott og elskulegt barn verði að slæmu barni og slæmum manni. Það hefði alveg eins mátt setja föð- ur eða móður í stað kennarans í sög- unni, og jafnvel miklu fremur. Þeirra hlutverk er svo skylt. Og þó að kenn- arar hafi einhverntíma talið það eitt skyldu sína að vera fræðarar, held ég, að þeim sé öllum orðið það Ijóst nú, að

x

Heimili og skóli

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimili og skóli
https://timarit.is/publication/1878

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.