Heimili og skóli - 01.10.1948, Blaðsíða 9
HEIMILI OG SKÓLI
105
ÓLAFUR GUNNARSSON FRÁ VÍK í LÓNI:
Skólamál K a u p m a n n a h af n a r
Sálarfræðiskrifstofa skólanna
í greinum, sem ég hef skrifað í
Heimili og skóla, um skólamál Kaup-
mannahafnar, lief ég lauslega minnzt
á sálarfræðiskrifstofu skólanna, en
mun liafa kallað liana barnasálarfræði-
skrifstofu. Þar eð starfsemi skrifstof-
unnar nær einnig til unglinga, er rétt-
ara að nota heitið Sálarfræðiskrifstofa
skólanna, enda réttari þýðing á orð-
unum: Skolepsykologisk Kontor.
Eðlilegt er, að lesendur spyrji:
Hvert er starfssvið þessarar skrifstofu?
Starfssvið hennar er að rannsaka börn
þau og unglinga, sem kennarar eða
foreldrar telja, að nauðsynlegt sé að
sálfræðingar athugi. Að rannsóknum
loknum ber sálarfræðingunum að gefa
skólum ráð, og íylgjast þeir síðan með
ferli barnanna eða unglinganna, með-
an þess er talin þörf.
Hvers konar börn og unglinga má
senda til athugunar á sálarfræðiskrif-
stofu skólanna?
1. Börnu, sem haga sér þannig í
skólunum, að framkoma þeirra trufli
kennsluna og annað eðlilegt skólalíf,
meira en góðu hófi gegni.
2. Taugaveikluð börn, t.d. hræðslu-
gjörn, ókyrr, þau, sem naga neglur
sínar, geta ekki lialdið þvagi o. s. frv.
3. Börn, sem ekki geta fylgst með í
venjulegu skólanámi t. d. móðurmáli
og reikningi.
4. Börn, sem virðast vera meðal-
greind, en haf samt ekki gagn af
kennslu.
5. Börn, sem kennarar telja, að setja
beri í hjálparbekki, sökum greindar-
skorts.
6. Börn, sem talin eru fávitar. Sé
um slík börn að ræða, kemur einnig
til kasta sálsýkisfræðinga, lækna o. fl.
Sé málfæri, sjón eða heyrn barn-
anna gölluð, eru þau ekki send til sál-
fræðiskrifstofunnar, heldur í sérskóla,
sem rannsaka börn, sem þjást af þess-
um göllum. Þjáist börnin einnig af
áðurnefndum orsökum, má senda þau
til skrifstofunnar.
í hverjum skóla eru til sérstök
eyðublöð með ýmsum spurningum,
sem kennari sá, er óskar eftir aðstoð
skrifstofunnar svarar. Eyðublaðið er
sent skrifstofunni, og er sálfræðingur-
inn hefur kynnt sér nákvæmlega þær
upplýsingar, sem kennarinn lætur í
té, kemur hann í heimsókn til skólans.
Fyrsta verk sálfræðingsins, er í
skólann kemur, er að tala við bekkjar-
kennarann eða skólastjórann, stund-
um báða. Reynir sálfræðingurinn þá
að afla sér nánari upplýsinga um barn
það, er prófa skal. Að þessum sam-
tölum loknum nær sálfræðingurinn í
barnið og ríður rnikið á, að liann vinni
hylli þess þegar í stað. Oft er barnið
andvígt skólanum og lætur þess getið,
að kennarinn sé fáviti og skólastjórinn
blábjáni. Slíkum mannlýsingum tek-