Heimili og skóli - 01.10.1948, Page 12

Heimili og skóli - 01.10.1948, Page 12
108 HEIMILI OG SKÓLI Sextugur: Friðrik Hjartar skólastjóri Þann 15. sept. síðastliðinn varð Friðrik Hjartar, skólastjóri á Akra- nesi, sextugur, þótt ótrúlegt sé. Friðrik er fæddur 15. sept árið 1888 í Arnkötludal í Steingrímsfirði. For- eldrar hans voru Hjörtur Bjarnason og Steinunn Guðlaugsdóttir, en ung- ur að aldri fluttist hann til frænda síns og nafna, Friðriks Bjarnasonar hreppstjóra að Mýrum í Dýrafirði, og ólst hann þar upp. Friðrik Hjartar stundaði fyrst nám við gagnfræðaskólann í Flensborg, en seinna í Kennaraskóla íslands, og lauk prófi frá báðum þeim skólum. Að afloknu námi gerðist Friðrik skólastjóri á Suðureyri í Súgandafirði og gegndi því starfi til ársins 1932, en þá varð hann skólastjóri við Barna- skóla Siglufjarðar, og var það í nokk- ur ár. Þá var hann námsstjóri á Norð- urlandi eitt ár, en gerðist síðan skóla- stjóri á Akranesi og hefur verið það síðan. Friðrik Hjartar er að mörgu leyti óvenjulegur maður. Og það, sem fyrst vekur á honum athygli, er hið ósvikna glaðlyndi hans og lífsfjör, sem frá honum streymir, hvar sem hann fer. Hann er því hinn mesti aufúsugestur á öllum mannamótum, og svo söng- elskur er hann og söngvinn, að hann getur komið öllum til að syngja, þótt þeir hafi aldrei gert það áður. Þetta hvort tveggja eru gullvægir kennara- eiginleikar. Ég kynntist Friðriki Hjartar ekki fyrr en hann kom til Siglufjarðar, en allvel eftir það, og þá aðeins að góðu. Hann er góður félagi, hlýr í viðmóti og alltaf fylgir honum hressandi gust- ur. Hann hefur jafnan reynzt ágætur félagi og liðsmaður í kennarasamtök- um okkar hér nyrðra og ekki aðeins lagt þar til gleði og söng, heldur góð ráð og leiðbeiningar, og þá einkum við hina vandasömu móðurmáls- kennslu. Höfum við saknað þessa góða og glaða drengs, eftir að hann flutti sig sunnar á hnöttinn. Friðrik Hjartar er einn af þeim mönnum, sem afsannar það, að menn

x

Heimili og skóli

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimili og skóli
https://timarit.is/publication/1878

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.