Heimili og skóli - 01.10.1948, Page 14

Heimili og skóli - 01.10.1948, Page 14
110 HEIMILI OG SKOLI Ólafur Gunnarsson: Tuttugu ára afmæli surnarbúðarinnar Alhage Hínn 18. sept s. I. átti ein merkasta nppeldisstofnun Dana tuttugu ára af- mæli. Ýmsir láta sér eflaust detta í hug háreista byggingu og sæg starfsfólks, er minnzt er á uppeldisstofnun, en hvorugu er til að dreifa í þessu sam- bandi. Uppeldisstofnunin, sem hér er um að ræða, er sumarbúð handa veikluð- um börnum, ein af mörgum, en þó á hún engan sinn líka. Sumarbúðin Alhage stendur í ná- grenni lítils bæjar, sem heitir Ebel- toft. Ebeltoft er einn allra elzti bær Danmerkur. Arið 1301 veitti Erik Menved konungur honum kaupstaða- réttindi. Næsta nágrenni Ebeltoft er hið fræga Molbúaland, sem allir þekkja úr skrýtlum og gamansögum, en fæstir íslendingar munu liafa heim- sótt þennan unaðsfagra stað., sem á fáa sína líka innan vébanda Danmerkur. Að morgni hins 18. sept. kom ég með næturlestinni frá Kaupmanna- höfn til Ebeltoft til þess að taka þátt í hátíðahöldunum og hylla stjórnanda Alhagebúðarinnar, Bendix Hansen vin minn. Sumarbúðin í Alhage

x

Heimili og skóli

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimili og skóli
https://timarit.is/publication/1878

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.