Heimili og skóli - 01.10.1948, Page 21
HEIMILI OG SKÓLI
117
að ætla að taka allt of bókstaflega þá
reglu, að börnin eigi að fara að borða
með skeið 6 mánaða gömul. Það skipt-
ir engu, livort það er einum mánuðin-
um fyrr eða seinna.
Móðirin á að reyna að gera máltíð-
irnar að gleðistundum og koma breyt-
ingunni á smátt og smátt. Hún á að-
eins að gefa barninu lítið í hvert sinn,
og hina nýju matartegund á hún að
geía því á undan öðrum mat, þegar
barnið er svangt. Það á aðeins að bjóða
þ\ í nýja tegund, þegar það er í góðu
skapi, og takið umfram allt ekki röð
matartegundanna með allt of mikilli
kreddufestu. Ef barnið verður þess
vart, að það fær ekki það, sem það vill
helzt, fyrr en það hefur borðað kar-
töflurnar, verður því auðvitað illa við
þær. Það er ekki skynsamlegt að bjóða
barninu á hverjum degi þann mat,
sem fyrirfram er vitað, að því geðjast
ekki að, enda þótt það standi einhvers
staðar í bókum, að þennan mat eigi
það að borða á þessu aldursstigi og svo
hinn matinn á öðru aldursstigi. Það er
misskilinn lærdómur. Ef barnið vill
sjálft halda á bollanum eða skeiðinni,
þá lofið því að reyna það, jafnvel þótt
eitthvað fari til spillis.
Gefið því nægan tíma til að borða,
hálf klukkustund ætti að vera nægi-
legt. Takið svo leyfarnar frá því án
þess að ávíta það, og jafnvel án þess að
setja upp nokkum örvæntingarsvip.
Börn eru miklu næmari á allt slíkt en
við gerum okkur hugmynd um. Byrjið
svo á næsta verkefni dagsins, eins og
ekkert sé, jafnvel þótt hálfur súpu-
diskur standi á borðinu fyrir framan
barnið.
Lítil atvik geta spillt matarlystinni,
og ber þá að reyna að finna hver þau
eru. Ef barnið er eitthvað æst, eftir
gestakomu, leik, eða það er orðið
þreytt, borðar það ekki eðlilega. Þá
borðar það venjulega minna, og það
er barninu hollast. Loks má ekki
gleyma því, að skyndilegt lystarleysi
getur verið merki um sjúkleika, t. d.
ofkælingu, tanntöku, eða eitthvað
annað. Sé barnið undir þessum kring-
umstæðum þvingað til að borða, veld-
ur það jafnan uppköstum.
Margar mæður liafa óþarfa áhyggjur
út af mataræði barna sinna. Langsam-
lega flestir erfiðleikar í sambandi við
það eru ekki eins alvarlegir og foreldr-
arnir halda. Margir þeirra stafa bein-
línis af of mikilli umhyggju þeirra ("og
þá ekki síður afa og ömmu) fyrir því,
að barnið borði sem mest. Það eru oft
næsta einkennilegar hugmyndir, sem
sumir gera sér um það, hvað barnið
þurfi mikið að borða. Ef læknir, sem
hefur venjulega mikla reynslu í þess-
um efnunr, fullyrðir, að ekkert sé að
barninu, þá hættið að liafa áhyggjur
út af lystarleysi þess. Það er fyrsta
sporið til að allt komist í gott lag.
Svefninn.
Önnur algeng umkvörtun er þetta:
„Barnið mitt sefur ekki nóg.“ Þegar
um hvítvoðung er að ræða, er óhætt
að gefa þetta svar: Þér er óhætt að láta
barnið sjálft um það. Það seíur sem sé
nákvæmlega þann tíma, sem það þarf
að sofa. Öðru máli gegnir, þegar barn-
ið er orðið tveggja ára. Úr því getum
við ekki látið barnið sjálft ákveða
svefntíma sinn, því að þar kemur
margt annað til greina, kvo sem ótti við
einveru, ótti við myrkrið. martröð,