Heimili og skóli - 01.10.1948, Blaðsíða 23

Heimili og skóli - 01.10.1948, Blaðsíða 23
HEIMILI OG SKÓLI 119 og siðgæðisgrundvöllur — Mótbárur og efnis- hyggja — Guðstrúin — Tvær guðsmyndir — Eilífðartrúin — Mannlífshugsjón kristindóms- ins — Siðgæðisliugsjón kristindómsins. Þetta er hollur lestur hverjum hugsandi manni sem vill átta sig á rökum lífsins og tilgangi, hvort sem hann vill standa á sjónarhóli efnis- hyggjunnar eða Guðstrúarinnar. En valið á ekki að vera erfitt eftir þá rannsókn. Það er óhætt að mæla með þessari bók, og liafi höfundurinn, Dr. Árni la'knir Amason, þókk fyrir liana. Dick Douglas: SKÁTAFÖR TIL ALASKA. Eirikur Sigurðsson kennari þýddi. Útgefandi Bókaforlag Æskunnar. Fyrir þremur árum kom út bók eftir þennan höfund, sem vakti viða athygli, og það því fremur sem höfundurinn var þá barn að aldri, aðeins 13 ára gamall. Bók sú nefndist Grænlands- för mín. Nú hefur þessi sami höfundur sent frá sér nýja bók, eða þá, sem að ofan getur. Bók þessi er, eins og nafnið bcndir til, eins- konar ferðasaga til Alaska og um Alaska, þetta lítt þekkta og fjarlæga land. Hún er full af ævin- týrum og skemmtilegum frásögum, sem íslenzkir drengir munu hafa gaman af að lesa. Bókin skiptist í þessa kafla og gefa fyrirsagnir þeirra nokkra hugmynd um efnið: Óvæntur atburður — í Klettafjöllum Kanada — Ég læri að „rekja spor“ — Haida Indiá'nar — Gullnemarnir — Kodiakeyjan — Hræðilegur dagur — Skógarbjörn verður manni að bana — Bjarndýrsspor — Georg særði skógarbjörn — Ljós- myndir af skógarbjörnum — Strandaðir á Eyðiey — Hvalveiðar — Hvalirnir skutlaðir. Það er óhætt að mæla með þessari bók við börn og unglinga, eins og venjulegt er með bækur þær, sem Æskan gefur út. Björn Daníelsson og Steingrimur Bernharðsson: LESTUR OG TEIKNING títg.: Bókaforl. Þorsteins M. Jónssonar Þetta er bók, sem ætluð er til lestrarkennslu og átthagafræði. Hún skiptist í 60 stutta kafla og fylgir mynd hverjum kafla. Efni kaflanna er valið úr daglega lífinu til sjávar og sveita og gefur tilefni til athugana og samtala við börn- in um ýmis átthagafræðileg efni, og er það mikill kostur. En höfuðkostur bókarinnar er þó sá, að hún er rituð á léttu máli, þó ekki neinu barna- máli, og er því mjög hentug til notkunar við lestrarkennslu, þcgar börnin eru orðin nokkuð stautandi. Kaflarnir eru mátulega langir, svo að börnunum óar ekkert að byrja á einum kafla, og vegna þess, hvað þeir eru léttir og samansettir af algengum orðum, fá börnin traust á getu sinni og verða örugg og áhugasöm. Slíkar bækur eru alltaf kærkomnar. Myndirnar lífga efnið mjög upp, en hefðu annars þurft að vera betri. Höfundarnir hugsa sér að láta koma út fleiri heíti af þessari lestrarbók, og mætti þá laga ýmsa smágalla, sem kynnu að koma í ljós á þessari, þegar hún hefur verið tekin í notkun. H.J.M. ÖLLU ÓHÆTT. Jens kemur þjótandi inn til mömmu sinnar og biður hana að lána sér skæri. „Hvað ætlar þú að gera við þau?“ spyr móðir hans. „Gera með?“ étur Jens eftir. „Við erum að leika Indíána og við ætlum að fletta höfuðleðr- inu af Stjána." „Eruð þið alveg orðnir band-vitlausir?“ segir móðirin. „Nei, mamma. Við ætlum ekki beinlínis að taka af honum höfuðleðrið, við ætlum bara að klippa af honum hárið." ÞAÐ VAR UNDARLEGT. I’étur: „Hvers vegna rignir, pabbi?" Pabbi: „Til þess að trén og blómin geti vax- ið.“ Pétur: „En hvers vegna rignir þá á gang stéttina?" MUNIÐ AÐ GREIÐA Heimili og skóla fyrir næstu áramót

x

Heimili og skóli

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimili og skóli
https://timarit.is/publication/1878

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.