Heimili og skóli - 01.10.1948, Qupperneq 24

Heimili og skóli - 01.10.1948, Qupperneq 24
120 HEIMILI OG SKÓLI Rit st jóraspjal I Hver á sökina? Fyrir skömmu var ég að koma frá sunnu- dagaskóla í Akureyrarkirkju. Þar var gott að vera. Mér fannst loftið mettað af barns- legu sakleysi og fallegum og góðum hugsun- um. Þarna var sungið, talað við börnin, og þarna voru fluttar bænir. Allt fór vel fram. Þegar ég held heim á leið, ánægður með þessa stund og vongóður með sigur hins góða, sé ég, að á undan mér ganga tvær litl- ar telpur, sú eldri var 7 ára, en hin eitthvað yngri. Þessar telpur voru að koma úr sunnudagaskólanum. Segir þá sú eldri: „Mikið andskoti er kalt núna“. Það var eins og mér væri gefinn löðrungur, og ég sagði við sjálfan mig: Er þá allt starf presta og kennara, öll þeirra barátta fyrir meiri sið- fágun og göfugra og fegurra lífi, svona áhrifalaus? Stendur hið góða, fagra og göf- uga svona höllum fæti fyrir ruddaskapnum, að slík orð skuli geta hrotið af tungu lítillar stúlku, sem er að stíga út úr kirkjunni sinni? Já, hver lagði þessu barni þetta ljóta orð á tungu? Hver sáði þessu illgresisfræi? Var það nokkurt ykkar, sem lesið þessar línur? Gæti slíkt komið fyrir á þínu heimili, les- andi góður? Lukkuriddarar. Eigi alls fyrir löngu bar svo við í skóla einum, að drengur einn hafði gleymt lestr- arbókinni sinni heima. Þegar hann varð þess var, kunni hann ráð við því. Hann gekk til kennara síns og bað hann að leyfa sér að hringja eftir bíl, svo að hann yrði fljótur að sækja bókina. Þegar hann sá, að kennaran- um leizt ekki sem bezt á þessa úrlausn, bætti hann við til frekari áherzlu: „Eg á nóga peninga.“ Þótt svona Iéttúð í meðferð peninga sé ekki hversdagsleg meðal skólabarna, er þó óhætt að fullyrða, að aldrei hafa verið til fleiri börn en nú, sem hugsa eitthvað líkt og þessi drengur- Þeir hafa aldrei verið fleiri, þessir litlu lukkuriddarar, sem hafa hlotið það tvísýna happ, að hafa alltaf næga peninga handa á milli, já, miklu meiri fjár- ráð en þeim er hollt, miðað við þroska þeirra og kunnáttu í meðferð fjár. Það er að vísu varhugavert að ala börn þannig upp, að þeim sé aldrei trúað fyrir neinu fé, fyrr en þau komast á unglingsár. En hitt er einnig geysilega varhugavert að leyfa börnum að fara með fé í allstórum stíl, án þess að fylgjast með, hvernig því er varið. Of mikið frelsi í þessum efnum hefur leitt margt bamið og margan unglinginn af- vega, vísað honum veginn til sællífis og oft cg tíðum gert hann að nautnasjúkum ræfli. Og veitið því athygli, að barn, sem segir: „Eg hef nóga peninga," er í hættu statt, ef ekki fylgir því jafnframt vakandi umhyggja og góð leiðsögn. Alltaf eitthvað nýtt. I sumar sem leið hitti ég sænska kennslu- konu, sem hér var á ferð, á förnum vegi, og við tókum tal saman. Kennslukonan sagði mér af ferðum sínum og áætlunum og mælti að lokum: „. . . . En ég þarf að vera komin heim fyrir norræna kennaramótið í Stokk- hólmi, því að þar vil ég vera. Maður verður að nota sumarleyfið sitt til að viða alltaf að sér einhverju nýju fyrir veturinn." Mér þótti vænt um þessi orð, þau sýndu mér kennara, sem skildi hlutverk sitt. Auð- vitað var það tilviljun ein, að þetta var sænskur, en ekki íslenzkur kennari, sem sagði þau, því að þannig hugsa íslenzkir kennarar margir og ef til vill allir, og þannig

x

Heimili og skóli

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimili og skóli
https://timarit.is/publication/1878

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.