Heimili og skóli - 01.10.1948, Page 25

Heimili og skóli - 01.10.1948, Page 25
HEIMILI OG SKÓLI 121 þurfa kennarar að hugsa. Þeir þurfa alltaf að vera að bæta við sig. Þeirra starf er lil- andi starf, sem heimtar alltaf nýtt líf og nýja endurnæringu. Sumarleyfið á að færa kennaranum nýtt þrek, eftir erfitt vetrar- starf, nýjan áhuga, nýja tækni, og nýja starfsgleði- En því miður gefur yfirstjóm fræðslumálanna íslenzkum kennurum of sjaldan tækifæri til að bæta við fyrri þekk- ingu sína og tækni í starfinu. Námskeið ættu að vera á hverju ári og í hverjum landsfjórðungi, stutt, vel skipulögð og vekjandi námskeið, sem stæðu vikutíma. Slíkar hressingarvikur ættu að vera fastur liður í sumarleyfi kennaranna, og það er trú mín, að eigi liði á löngu þar til slíkri skipan verður komið á, annaðhvort af kennurun- um sjálfum, fræðslumálastjóminni, eða helzt af báðum þeim aðilum. Að kunna að segja frá. Það hefur löngum þótt góð og þjóðleg iþrótt hér á landi að segja vel frá. í fomöld og fram eftir öldum var þessi íþrótt snar þáttur i menningu þjóðarinnar, sem við bú- um að enn þann dag í dag. En því miður hefur hún átt minna gengi að fagna í seinni tíð. Þegar maðurinn er svo að segja farinn að fæðast með bök í hönd, reynir minna á frásagnarlistina, enda hefur henni mjög hrakað á seinni árum, og ég er ekki viss um, að skólarnir séu þar alsaklausir. En þótt bækumar séu góðar og ómetanleg tæki í allri menningarbaráttu, er sá maður snauð- ur og sú menning snauð, sem ekki leggur rækt við frásagnarlistina, hið lifandi orð, sem er hið fullkomnasta form tungunnar. Með hinum skriflegu prófum skólanna og skriflegum æfingum sem kennsluaðferð, hef- ur frásögnin þokast í skuggann, meira en æskilegt er, og hafa skólarnir þannig óafvit- andi slegið slöku við að þjálfa nemend- urna í góðri frásögn og framsögn. En sé þetta rétt athugað, að þeir hafi í seinni tið eitthvað vanrækt í þessum efnum, er það T ómstundastörf í skólum Ég las fyrir skömmu grein í danska uppeldismálatímaritinu Unge Pæda- gogar. Er þar frásögn af tómstunda- starfi í skólanum á Friðriksbergi i Kaupmannahöfn og víðar, sem um langt skeið hefur haldið þeirri starf- semi uppi fyrir nemendur sína. Kennlu er venjul. lokið kl. 2 e. h. Þá er lítið hlé, en eftir litla stund fyllist allt að nýju með lífi og starfi, sem heillar börnin enn meira en hið bóklega nám fyrri hluta dagsins, og þá ekki sízt vegna þess, að þetta starf er allt frjálst. Þarna er unnið, allt frá leirvinnu og dekstrinmálningu og upp til bók- bands, fimleika, vélritun, ljósmynda- gerðar, málmsmíði, leiksýninga og fl. og fl. Þegar skólinn hefst á haustin, er höfuðnauðsyn, að úr því verði bætt og meiri rækt lögð við þennan þátt móðurmáls- kennslunnar en verið hefur. Við þurfum að byrja á 7 ára baminu og halda svo áfram upp úr. Jafnframt lestraræfingunum og stíl- æfingunum þurfum við að taka upp frá- sagnaræfingar- í skólum fyrr á öldum var lögð mikil áherzla á þá kennslugrein, sem nefnd var mælskulist. Þeir hafa skilið gildi hins lifandi orðs, sem héldu uppi þeirri kennslu. Og sannast að segja er það ömur- legt, hvað mörg börn og unglingar eiga erf- itt með að segja frá í samfelldu og skipu- legu máli. Þessi þjálfun þarf því ekki aðeins að fara fram í barnaskólunum, heldur einn- ig í framhaldsskólunum, og á að vera einn þátturinn í menntun hins siðfágaða manns.

x

Heimili og skóli

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimili og skóli
https://timarit.is/publication/1878

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.