Heimili og skóli - 01.10.1948, Side 26

Heimili og skóli - 01.10.1948, Side 26
122 HEIMILI OG SKÓLI það venja, að börnin segi til um, hvaða tómstundavinnu þau ætli að velja sér yfir veturinn, og myndast þannig ýms- ir smærri og stærri áhugahópar. Það er aftur mjög algengt, að áhugamál barnanna eru mjög reikul. Aðra vik- una geta þau t. d. sökkt sér niður í smíði modelflugvéla, en hina vikuna eru þau orðin ákafir frímerkjasafnar- ar. Það er dálítið erfitt fyrir þessi börn, að halda sig að ákveðnu tómstunda- starfi allan vetúrinn, og til þess að finna eitthvert form, er hæfði þessum börnum, sem héldi þeim að tóm- stundanámi yfir veturinn, var í skóla einum í Suður-Jótlandi stofnaður eins konar tómstundaklúbbur, þar sem börnin höfðu ekki aðeins ráð á kennslustofum og efnivið til starfsemi sinnar, heldur var með eins konar lýðveldisstjórnarfyrirkomulagi gerð tilraun með, hversu börn þessi væru fær um að skipuleggja og framkvæma þessi áhugamál sín. Það var byrjað með drengjaklúbb á aldrinum 10—14 ára, og helzt valdir drengir, sem ekki voru í neinum barnafélögum öðrum. Það var mikið um að vera stofndaginn, og 50 drengir gáfu sig fram, en þar af voru aðeins 24 teknir í klúbbinn. Það sýndi sig, að þetta var hæfilegur fjöldi, en fleiri drengi var ekki hægt að taka af þeim 100 drengjum, sem voru þetta ár á biðlista. Drengirnir héldu yfirleitt mikilli tryggð við þennan félagsskap. Þetta var skólaárið 1946—47. Þeir mættu yf- irleitt á öllum mótum og fundum, og þegar starfsemin hófst aftur á sl. hausti, hafði enginn helzt úr lestinni, nema þeir, sem hurfu úr skólanum fyrir fullt og allt. Það fyrsta, sem þurfti, var að útvega drengjunum her- bergi, sem þeir gátu skoðað sem sitt eigið félagsheimili í skólanum, sömu- leiðis ýmislegan efnivið til að vinna úr. Og það varð úr, að þeir fengu borð- stofu skólans, og nú gengu drengirnir að því með miklum dugnaði að búa þessa vistarveru húsgögnum, svo að þarna yrði sem heimilislegast. Tjöld voru sett fyrir gluggana, myndir á veggina og blóm í gluggana. Einnig útveguð ýmiss konar áhöld og tæki, svo sem málaragrindur, leiktæki ýmiss konar og fl. Bókasafn bæjarins lánaði mikið af bókum til notkunar, sem mikið voru notaðar. Það var svo ákveðið, að þessúm klúbb skyldi stjórnað af drengjunum sjálfum og engum öðrum. Þetta reyndist þeim býsna erfitt í fyrstu, svo að kennarinn varð að setja starfið af stað og benda þeim á ýmis verkefni til að vinna að í flokkum. Við heimsókn í víðangsskóla þar í grendinni fengu þeir svo margar góðar hugmyndir, að þeir réðust í það að kjósa hina fyrstu stjórn, sem var valin í byrjun nóvembermánaðar. Síð- an voru á fundi kosnir ýmsir eftirlits- menn, og þeim voru fengin ýmis mik- ilvæg ábyrgðarstörf innan klúbbsins. Það tókst að koma öllu þessu í gang og fór vel. Ábyrgðartilfinning drengj- anna óx við hvert verkefni, sem þeim var fengið, og þeir tóku allir hlutverk sín alvarlega. Stjórnin gerði áætlun fyrir hvern mánuð, bæði um samkom- ur og annað, og lagði hana svo fyrir meðlimina á sameiginlegum fundi. Málin afgreiddu þeir svo yfirleitt á mjög þinglegan hátt. Fundarstjóri var valinn, og allir, sem vildu taka til máls,

x

Heimili og skóli

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimili og skóli
https://timarit.is/publication/1878

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.