Heimili og skóli - 01.12.1950, Blaðsíða 6

Heimili og skóli - 01.12.1950, Blaðsíða 6
122 HEIMILI OG SKÓLI gleðinnar að fá að sjá mikilleikann í lítilmótleikanum. Drottinn vor fæddist og dó á krossi. Vegurinn, sem hann varð að ganga oss til frelsis, lá um sjálfsniðurlægingu og þjáningar. Guðspjall hans er fagn- aðarboðskapur til hinna fátæku: „Andi Drottins er yílr mér, aí því að hann hefur smurt mig til að flytja fdtækum gleðilegan boð- skap. Hann hefur sent mig, til að boða bandingjum lausn og blind- um, að þeir skuli aftur fá sýn, til að láta þjáða lausa, til að kunn- gjöra hið þóknanlega ár drotíins." Lúk. 4, 18—20. Þess vegna er jatan tákn jólanna. Sakir þess getum vér vissir verið um það, að enginn tími sé svo dökkbrýnn og illur og ekkert mannshjarta svo lítilmótlegt og fátækt, að ekki vilji Jesú gista það og fylla það dýrð frels- unarinnar. En framhjá hinum stoltu og hroka- fullu gengur hann, — hann, sem ekki fékk rúm til að fæðast í gistihús- inu.... Oss er nú bannað að lesa jólaguð- spjallið í kveld. En í þetta sinn eru öll bönn gersamlega þýðingarlaus. Engin ytri kúgun getur komið að haldi í þeim efnum. Vér þurfum enga bók til að lesa það upp úr. Hið gamla guðspjall bergmálar í hjörtum vor- um, eins og lifandi hljómar. Eins og við heyrðum pabba lesa það við jóla- tréð heima og eins og við hlustuðum á það í kirkjunni, — eins heyrum við það hér í brakkanum í kveld, hvað sem hver segir: „En það bar til um þessar mundir, að boð kom frá Ágústus keisara um að skrásetja skyldi alla heimsbyggðina. Þetta var fyrsta skrásetningin, er gjörð var, þá er Kýreníus var landstjóri á Sýrlandi. Og fóru þá allir til að láta skrásetja sig, hver til sinnar borgar. Fór þá einnig Jósef úr Galileu frá borginni Nazaret upp til Júdeu til borgar Davíðs, sem heitir Betlehem, því að hann var af húsi og kynþætti Davíðs, til þess að láta skrásetja sig, ásamt Maríu heitkonu sinni, sem þá var þunguð. En á meðan þau dvöld- ust þar kom að því, að hún skyldi verða léttari. Fæddi hún þá son sinn frumgetinn, vafði hann reif- um og lagði hann í jötu, af því að það var eigi rúm fyrir þau í gisti- húsinu. Og í þeirri byggð voru fjárhirð- ar úti í haga og gættu um nóttina hjarðar sinnar. Og engill drott- ins stóð hjá þeim og dýrð drott- ins ljómaði í kringum þá og urðu þeir mjög hræddir. Og engillinn sagði við þá: „Verið óhræddir, því sjá, eg boða yður mikinn fögnuð, sem veitast mun öllum lýðum, — því að yður er í dag frelsari fæddur, sem er Kristur drottinn, í borg Davíðs. Og haf ð þetta til marks: Þér munuð finna ungbam reifað og liggjandi í jötu.

x

Heimili og skóli

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimili og skóli
https://timarit.is/publication/1878

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.