Heimili og skóli - 01.12.1950, Blaðsíða 25

Heimili og skóli - 01.12.1950, Blaðsíða 25
HEIMILI OG SKÓLI 141 vitum við eins mikið og þú!“ Ef til vill hef ég farið rangt að. En ég hafði ekki hjarta í mér til þess að spilla gleði þeirra yfir þessari uppgötvun, með því að bregðast reið við. Það var náttúrlega slæmt þetta með trefilinn minn og náttfötin, en ljóminn í aug- um þeirra var mér þó meira virði.“ „En finnst yður, frú Knudsen, þeg- ar börnin yðar eru uppkomin, að öll þessi þolinmæða, allar tilraunir yðar til að skilja börnin yðar, og í stuttu máli sagt, allar yðar uppeldisaðferðir, hafi borið tilætlaðan árangur?“ „Já,“ segir hún stillilega. „Börnin okkar endurgjalda okkur í ríkum mæli þá ástúð og þann kærleika, sem við reyndum að sýna þeim. Það eitt er okkur mikils virði, að þau hafa öll staðnæmst við landbúnaðinn. Elztu drengirnir hafa sjálfir útvegað sér jarðnæði. Flestar dætur okkar eru gift- ar ágætum, ungum bændum hér í sveitinni. Sumir synirnir eru í bún- aðarskólum og hafa sjálfir sparað saman fé til að kosta sig þar.“ „Hvernig hafið þér svo getað veitt yður tíma til annars en hinna daglegu skyldustarfa?“ „O, ég stakk því nú svona inn á milli. Þegar ég þurfti að vaka yfir börnunum á sumrin, ef þau urðu veik, notaði ég tímann til að lesa eða skrifa niður hugsanir mínar. Eftir það gerði ég það að venju að fara við og við á fætur á næturna til að iðka þessi áhugamál mín.“ „Hvaða bækur lesið þér?“ „Ég les góðar bækur. Ég hef mik- inn áhuga fyrir þjóðfélagsfræði og fyrir öllu, sem við ber í landi voru. Ef við þekkjum okkar eigin sögu, höfum við bezt skilyrði til að þekkja land okkar og þjóð. Ég skipti mér aft- ur lítið af flokkspólitík. Ég reyni fyrst og fremst að kenna börnum mínum að elska land sitt og þjóð. Ég reyni að kenna þeim að taka tillit til allra annarra manna. Ég segi við þau: Eins og þú ert, svo verður einnig þjóð þín.“ H. J. M. þýddi. Böm og peningar (Framhald of bls. 128.) starf, að ekki vinnist tími til að sinna heimanáminu, til þess að leika sér úti og til þess að börnin geti sinnt sínum eigin áhugamálum. En börnin verða að læra að þekkja sambandið milli vinnu, launa, sparnaðar og út- gjalda, en slíkt nám verður að takast í áföngum. Við getum ekki sent börn- in okkar út í lífið og ætlast til þess, að þau fari viturlega með peninga, ef þau hafa ekki fengið tækifæri til að æfa sig í þeirri list í heimahúsum. Það getur verið óþægilegt fyrir okkur að horfa upp á það, að börnin geri glappaskot og eyði peningum sínum gálauslega. En þar megum við ekki sýna þeim neina linkind né bæta þeim upp það, sem þau hafa sóað. Barnið verður að finna til ábyrgðar. Það er áríðandi, að það geri sér ljóst, að hafi það eytt vikupeningum sínum til að kaupa sig inn í kvikmyndahús, getur það ekki fengið nýja sokka. Börnin verða einnig að læra list sjálfsafneitunar og þolinmæði. Þau verða að bera ábyrgð og taka afleið- ingum gjörða sinna. H. J. M. þýddi.

x

Heimili og skóli

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimili og skóli
https://timarit.is/publication/1878

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.