Heimili og skóli - 01.12.1950, Blaðsíða 9

Heimili og skóli - 01.12.1950, Blaðsíða 9
HEIMILI OG SKÓLI 125 í Reykjavík hefur verið komið upp heimavist, þar sem nokkur líkamlega veikluð börn fá að dvelja um skóla tímann. Allt sýnir þetta vaknandi skilning á því, að hver maður eigi nokkurn rétt til uppeldis og þroska, enda þótt honum sé ekki fær hin al- menna skólabraut. En eru ekki til fleiri smælingjar í þessu landi, sem líka eiga sinn rétt? Hvar eru skólarnir, sem við höfum stofnað handa taugaveikluðum og vanþroska börnum? Hvar eru hælin, sem foreldrar geta flúið til með fávita eða örvita barn? Hvar eru upp- eldisheimilin, sem taka við þeim börnum og unglingum, sem leiðast á glapstigu, rata í ýmiss konar spillingu, fremja margvísleg afbrot? Þessar stofn- anir eru ekki til. íslenzka þjóðin hef- ur engin skipulögð afskipti af þessum olnbogabörnum sínum. Taugaveikl- uð og andlega vanþroska börn verða annað hvort að sækja hinn almenna skóla eða fara allrar opinberrar fræðslu á mis. Fávitar og örvitar eiga hvergi hæli nema á heimilum foreldra sinna. Oft lifa þeir þar í sambúð við heilbrigð systkini, sem þeir hafa slæm áhrif á, en uppeidishæfir fávitar, sem kenna mætti nytsamleg störf, svo að þeir gætu að miklu leyti séð fyrir sjálf- um sér, fara þessarar kennslu á mis með öllu, sökkva með aldrinum dýpra og dýpra niður í vanmætti sitt og verða, fyrir vöntun á kennslu og hæfi- legu uppeldi, miklum mun meiri aum- ingjar en af vöntun þeirra hefði þurft að leiða. Og ef barn eða unglingur villist út í afbrot eða óreglu, er hvorki til stofnun né sæmilega skipulögð starfsemi til þess að hjálpa þeim aftur á rétta braut. Fjöldi þeirra áfbrota- manna, sem nú kosta þjóðina of fjár í sívaxandi löggæzlu og fangelsum, byrjuðu misferli sitt sem hálfvaxin börn. Þeim var ekki hjálpað og hjálp- arlausum varð þeim afturhvarfið um megn. Því fór sem fór. Nú eru þeir ómagar á þjóðinni, bæði í siðferðileg- um og efnahagslegum skilningi, grafa undan siðgæði hennar og lifa á al- manna fé. Þannig hefnir sín van- ræksla þessa þjóðfélagslega vandamáls og verður okkur sízt til sparnaðar. Þessi fátæklegu orð megna á engan hátt að lýsa ástandinu eins og það er í raun og veru. Því síður, að þau gætu skýrt þá deyfð, sem í þessum málum ríkir. Fáir munu þeir vera fullorðnir, að þeir ekki þekki eitt eða fleiri börn af þeim tegundum og í því ástandi, sem ég lýsti. En reynslusvið flestra er í þessum efnum mjög takmarkað. Við þekkjum auðvitað öll eitt eða annað barn, sem er vangefið eða fávita og hvílir eins og banvænt farg á heimilis- lífinu. Við þekkjum með nöfnum nokkra unglinga, sem eru að hrapa út í afbrot og spillingu, en okkur vantar alla heildarsýn yfir þessi mál. Því huggar sig hver og einn við það, að þessi olnbogabörn þjóðfélagsins séu í raun og veru sára fá. Líka ég þekki persónulega aðeins lítinn hluta þeirra barna, sem ég er að tala um. Samt er sá hópur æði stór. Ef við hefðum öll afbrigðileg böm fyrir framan okkur í einum hópi, myndum við sjá, að þau skipta hundruðum, og þá gæti skeð að okkur ofbyði aðgerðaleysið. En erum við þá nokkru nær mann- úðarhugsjón kristinnar trúar en for- feður okkar voru fyrir 1000 árum,

x

Heimili og skóli

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimili og skóli
https://timarit.is/publication/1878

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.