Heimili og skóli - 01.12.1950, Blaðsíða 26
142
HEIMILI OG SKÓLI
BÆKUR.
Eftirfarandi bækur hafa Heimili og
skóla borizt til umsagnar. En af því
að rúmið er lítið, og með því einnig,
að það er enginn greiði við lesendur
að endursegja efni bóka fyrirfram,
verður þeirra aðeins getið með nokkr-
um orðum.
Frá bókaútgáfu Æskunnar, Reykjavík:
Hörður og Helga, eftir Ragnheiði
Jónsdóttur. — Þeir, sem lesið hafa hin-
ar vinsælu Dórubækur Ragnheiðar,
sem Æskan hefur gefið út, munu
hugsa gott til glóðarinnar að lesa þessa
bók. Hún er bæði fyrir drengi og
stúlkur, og ættu það einnig að vera
meðmæli. Eins og nafnið bendir til,
segir sagan frá tveimur börnum, Herði
og Helgu. Stúlkan hefur misst móður
sína og dvelur á barnaheimili, en
Hörður hefúr strokið úr sveitinni, þar
sem hann átti að vera sumarlangt.
Sagan segir frá ævintýrum þeirra eftir
að þau hittast. — Bókin er prýdd
mörgum teikningum eftir Einar Bald-
vinsson, og er öll hin skemmtilegasta
aflestrar, eins og fleiri bækur Ragn-
heiðar.
Sögurnar hennar ömmu, eftir Hann-
es J. Magnússon. — Þetta er fjórða
bókin í þessum ævintýra- og sagna-
flokki og sú síðasta. Afi hefur orðið
fyrir slysi, og verður að flytja hann
á sjúkrahús; því kemur það á ömmu
að segja börnunum sögurnar og ævin-
týrin. En þær eru þessar: Frá landi
minninganna — Leynifélagið — Gest-
urinn — Skin og skúrir — Á grasafjalli
— Veiðimaðurinn — Lítil saga um
stóra borg — Jól í hreysi og höllum. —
Bókin er rúmar 200 blaðsíður að stærð
og prýdd nokkrum ágætum myndum
eftir frú Þórdísi Tryggvadóttur. Af
skiljanlegum ástæðum verður að öðru
leyti ekki fjölyrt meir um bók þessa
hér.
Adda í kaupavinnu, eftir Jennu og
Hreiðar Stefánsson. — Hér er enn
komið framhald á hinum vinsælu
Öddubókum, sem út hafa komið und-
anfarin ár. Nú er Adda iitla vaxin upp
úr barnsskónum og bernskuævintýr-
um sínum og kannar nú enn einu
sinni ókunna stigu. Hún ræður sig í
kaupavinnu i sveit, og segir bók þessi
frá dvöl hennar þar. Mér þykir því
líklegt, að þeir, sem fylgzt hafa með
Oddu hingað til, vilji vita, hvernig
henni farnast í sveitinni. — Bókin er
prýdd nokkrum myndum eftir frú
Þórdísi Tryggvadóttur.
Kári litli og Lappi, eftir Stefán
Júlíusson. — Þessa bók þarf í raun og
veru ekki að kynna, því að hún er
gamall kunningi og vinur íslenzkra
barna. En nú er hún komin út í þriðju
útgáfu, og sýnir það bezt vinsældir
hennar. — Útgáfa þessi er með mynd-
um, eins og hinar fyrri, og með nýrri
kápumynd. Ég efast ekki um, að þess-
ari nýju útgáfu verði fagnað, því að
sú eldri var alveg uppgengin.
Stella, eftir Gunnvor Foss, í ís-
lenzkri þýðingu Sigurðar Gunnarsson-
ar. — Saga þessi er frá Noregi og gerð-
ist á hernámsárunum. Sagan segir frá