Heimili og skóli - 01.12.1950, Blaðsíða 11

Heimili og skóli - 01.12.1950, Blaðsíða 11
HEIMILI OG SKÓLI 127 áttu ótrauðra forvígismanna er nú vakinn skiiningur á nauðsyn slysa- varna. Dauðaslys er öllum skiljanlegt; enginn vefengir nauðsyn skipulagðs björgunarstarfs. Slys snerta viðkvæm- an streng í brjósti okkar. Flest okkar myndu ieggja sig í hættu til þess að bjarga drukknandi barni. En þegar afbrigðileg börn verða vanþroska, af því að þau fá ekki uppeldi við sitt hæfi, þegar ungbörn taka fávitaæði eftir eldra vanvita systkini, þegar óhollar heimilisástæður og viðsjálir félagar leiða börn á glapstigu — í stuttu máli: þegar börn eru stödd í andlegum og siðferðilegum háska, þá sýnist okkur það ekki jafn alvarlegt. Auðvitað sjáum við, við nánari athug- un, að okkur hefur missýnzt. Barn eða unglingur, sem tælist út á glötunar- braut, er í engu minni hættu en hann, sem lendir í bráðum lífsháska. Af- brigðilegu barni, sem á engan hátt fær uppeldisskilyrði við sitt hæfi, má líkja við hjálparvana sjúkling, sem smám saman missir lífsþrótt sinn og verður dauðvona. Á þetta vilja barna- verndarfélögin benda. Björgunarstarf frá lífsháska, björgunarstarf frá and- legum vanþroska, björgunarstarf frá siðferðilegri tortímingu — allt þetta eru mikilvægir þættir í siðgæðismenn- ingu þjóðarinnar, raunhæf þjónusta við mannúðarhugsjón kristinnar trú- ar. Miklum umbótum myndum við geta komið fram í þessum málum, ef við ynnum einhuga og samtaka að framkvæmdinni. Því leyfi ég mér að skora á alla, sem eitthvað vildu af mörkum leggja til þess að bæta hag brjóstumkennanlegustu smæl- ingjanna, að sameinast þeirri hreyf- ingu, sem nú er vakin um þessi mál. Sundruð munum við engu koma fram, en sameinuð í víðtækum og víð- sýnum félagsskap verðum við nógu sterk, til þess að hrinda málinu í fram- kvæmd. Fyrst er að breyta hugarfar inu, opna augu almennings fyrir því, að hér þurfi eitthvað að gera, og fá stjórnarvöld landsins til þess að hefja einhverjar skynsamlegar framkvæmd- ir. Hið fyrra er engu síður mikilvægt. Til þess að hjálpa afbrigðilegum börn- um, þarf líknarhug, miskunnsemi. Vandinn leysist ekki með því, að reist- ar verði stofnanir handa þeim. Valið fólk verður að helga sig hjúkrun þeirra og uppeldi. Fyrst og fremst verðum við einstaklingarnir að taka alvarlega helga skyldu kristins manns við smælingjann. Hvorki einstakling- urinn né þjóðin í heild geta játað kristna trú í hjarta sínu. án þess að finna sig bundinn af skyldunni gagn- vart þeim, sem afskiptir urðu í lífinu. Ef til vill er það dýpsti tilgangur allr- ar líknarstarfsemi að gefa okkur sjálf- um tækifæri til að gera miskunnar- verk. Því liggur til þess djúp siðferði- leg nauðsyn, að framtak einstaklings- ins í líknar- og mannúðarmálum hverfi aldrei, jafnvel ekki í vel skipu- lögðu samfélagi. Barnaverndarhreyf- ingunni verður að takast að vekja og vinna alla þjóðina til sameiginlegs átaks í hinu mikla nauðsynjamáli, að séð verði á viðunandi hátt fyrir af- brigðilegum börnum á íslandi.

x

Heimili og skóli

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimili og skóli
https://timarit.is/publication/1878

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.