Heimili og skóli - 01.12.1950, Blaðsíða 17

Heimili og skóli - 01.12.1950, Blaðsíða 17
HEIMILI OG SKÓLI 133 hennar er allt bjart, og það bregður jafnvel fyrir brosi á vörum hennar við og við. Við vitum ekki, af hverju þessi einmana kona brosir. Kannske eru það gamlar og ljúfar endurminn- ingar. Kannske hefur hún einhvern tíma verið auðug hefðarkona. Hví skyldi hún ekki brosa, er hún rifjar upp slíkar minningar? Kannske hefur hún líka alltaf verið fátæk og ein- stæð kona. En fátækar konur geta einnig átt sínar ljúfu minningar. Fá- tæklingarnir geta líka átt sínar jóla- minningar. Gleðiboðskapur jólanna spyr ekki um auð, metorð né húsa- kynni. Gamla konan skarar í eldinn við og við. Hún vill halda honum lifandi. Þó lítur út fyrir, að hún hafi lokið við að sjóða jólamatinn, ef hún hef- ur þá nokkurn jólamat soðið. En hún skarar samt í eldinn, horfir í glæð- urnar og bíður, — bíður. Eftir hverju skyldi hún vera að bíða? Skyldi hún eiga von á einhverjum? Jólin eru alls staðar komin, og þó hefur hún ekki enn kveikt á jólakertinu, — þessu eina kerti. Hún lítur upp við og við, eins og hún sé að hlusta. En það var þá ekkert. Ef til vill hefur lítill smá- fugl setzt á kofaþakið. Það var allt og sumt. Nei, það kom enginn. Gamla konan bíður, — bíður. Átti hún kann- ske von á einhverjum gesti? Hún leit enn upp og hlustaði. Jú, — nú heyrði hún það. Það marraði í snjónum fyr- ir utan, og það heyrðist greinilegt fótatak. Eftir litla stund opnuðust útidyrnar, sem lágu inn í eldhúsið, og 10—11 ára drengur kom inn. „Komdu sæl, amma mín,“ sagði drengurinn glaðlega. „Ertu farin að bíða eftir mér?“ „Komdu sæll, vinur minn, ég var orðin dálítið hissa á, hvað þú varst lengi,“ sagði gamla konan. „En hvern- ig gekk svo ferðalagið?“ „Ég fór fyrst til blindu konunnar, eins og þú baðst mig,“ sagði drengur- inn. „Og þú hefur fært henni böggul- inn?“ „Já, en hún sagði, að þetta væri allt of mikið. Hún bað guð að blessa þig fyrir sendinguna." „O, sei-sei, þetta var ekki mikið, þetta var aðeins smáræði til að gleðja blindan vesaling. Var enginn hjá henni?“ „Nei, það var enginn hjá henni. Það hafa allir svo mikið að gera, sagði hún. Hún sagðist ætla að biðja guð að launa þér þetta, því að hún gæti það aldrei sjálf.“ „Ekkert að launa, ekkert að launa, drengur minn. Og svo hefurðu nátt- úrlega óskað henni gleðilegra jóla og kvatt hana.“ „Já, amma, ég ætlaði að fara, en þá bað hún mig að lesa fyrir sig jóla- guðspjallið. Hún sagði, að það yrðu engin jól, ef hún fengi ekki að heyra það.“ „Gerðirðu það?“ „Já, amma, ég las fyrir hana jóla- guðspjallið, en það tafði mig dálítið. Hún bað mig að lesa það tvisvar, — lesa það tvisvar, hægt og skýrt.“ „Gerðirðu það?“ „Já, amma, ég las það fyrir hana tvisvar." „Það var gott, það var nú gott,

x

Heimili og skóli

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimili og skóli
https://timarit.is/publication/1878

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.