Heimili og skóli - 01.12.1950, Blaðsíða 10

Heimili og skóli - 01.12.1950, Blaðsíða 10
126 HEIMILI OG SKÓLl þegar þeir báru nýfædd börn í lamb- skinnsbjálfa út á vetrargaddinn? Er- um við ekki einnig að bera út þá smælingja, sem okkur þykja ekki nógu þroskalegir? Slökkvum við ekki guðs- neistann í sálum barna, af því að okk- ur þykir ekki borga sig að glæða hann með því að hlúa að vexti og þroska smæstu smælingjanna? En hversu sæmir slíkt mannúðar- leysi kristinni þjóð. Höfum við gleymt orðum meistarans frá Nazaret, að sú líkn, sem sýnd er hinum minnsta smælingja, verði virt til jafns við góð verk á Kristi sjálfum? Það er engin nýjung, að játendur guðs orðs afneiti því í hjarta sínu. Trú varanna er auðveld í öllum trúar- brögðum og að sama skapi algeng. Við erum fús að játa með vörunum, þó að okkur komi ekki til hugar að taka alvarlega í verki þá skyldu, sem hún leggur okkur á herðar. Siðgæðisboð kristninnar er framar öllu kærleikur, mannúð. Enginn sannkristinn maður getur í raun komizt undan því. Gleggst tákn um hálfvelgju og skin- helgi í trúarmálum er . vanræksla þeirra mannúðarmála, sem auðsæ eru og aðkallandi á hverjum tíma. Og sú kirkja, sem ekki berst fyrir þeim, ber á sér dauðans teikn. Boðendur kristn- innar á 10. öld báru djarflega fram þá mannúðarkröfu, sem fylgdi játun hins nýja siðar: að veikluð, vansköp- uð og vanvita börn fengju hjúkrun og næringu. Miðað við það, hve stór- um allar aðstæður til uppeldis hafa breytzt til batnaðar, erum við eftir- bátar þeirra. Við neytum ekki þeirra möguleika, sem uppeldisvísindi nú- tímans leggja okkur upp í hendur, til þess að bjarga og veita þroska sjúkum, vangefnum og siðferðilega veikluðum börnum. Enn í dag berum við ósjálf- bjarga smælingjann, sveiptan bjálfa ikæruleysisins, út á gadd félagslegrar vanhirðu. Við þetta ástand má þjóðin ekki sætta sig. Árum saman hafa komið fram kröfur, að liefjast verði handa um úrbætur í uppeldi afbrigðdegra barna, en engu hafa þær þokað fram á leið. Nú eru sem óðast að rísa upp félög, sem hafa sett sér það sameigin- lega markmið að hrinda í framkvæmd þeim úrbótum á þessu sviði, sem fé- lagsskapurinn kann að hafa bolmagn til. Frumkvæðið að stofnun slíks fé- lagsskapar áttu uppeldismálaþingið 1949 og 8. þing Kvenfélagasambands Islands. Enn er þessi téiagsskapur ungur, elzta félagið rúmlega ársgam- alt, félagssjóðir léttir enn sem komið er, og því hefur ekki verið hægt að ráð- ast í fjárfrekar framkvæmdir. Fyrst og fremst hefur verið unnið að eflingu félagsskaparins og fræðslustarfi meðal almennings. Fimm barnaverndarfélög eru nú starfandi: I Reykjavík, Akur- eyri, Siglufirði, Húsavík, Hafnarfirði, og voru þau stolnuð í þessari röð. Stofnun fleiri félaga er í undirbún- ingi. Framtíðarmarkið er það að koma á fót traustum og víðtækum félags- skap í líkingu við Slysavarnafélag Is- lands. Verkefni beggja er björgunar- starf, þótt á ólíku sviði sé. Munurinn er aðeins sá, að annað félagið reynir að aftra slysum og bjarga úr líkamleg- um háska, hitt reynir að vernda börn frá siðferðilegum slysum og bjarga frá andlegri tortímingu. Fyrir harða bar-

x

Heimili og skóli

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimili og skóli
https://timarit.is/publication/1878

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.