Heimili og skóli - 01.12.1950, Blaðsíða 8

Heimili og skóli - 01.12.1950, Blaðsíða 8
124 HEIMILI OG SKÓLI anda var maðurinn í eitt skipti fyrir öll aðgreindur frá dýrinu. Jafnvel ný- fætt barnið, sem ekki hafði enn verið lagt við brjóst móður sinnar, átti sinn rétt til að lifa og þroskast. Því hlaut útburður barna að verða boðendum hins nýja siðar til ásteytingar. Og þótt þeir létu undan kröfu heiðinna á hinu sögulega alþingi árið 1000, að „um barna útburð og hrossakjöts át skulu haldast in fornu lög“ (Kristnisaga), hlaut hinn nýi mannskilningur að sigra eða kristnin verða örverpi og skrýpamynd í landinu. En þó að skiln ingur einstakra manna á mannúðar- hugsjón kristinnar trúar hefði opnazt, var hann enn þröngur og möguleik- arnir til að raunhæfa hugsjónina furðulega takmarkaðir. Menn voru rígbundnir í hugsunarhætti síns tíma. Eftir nokkurt þjark á fyrstu áratugum kristninnar, féllust menn raunar á, að veikluð, vansköpuð og fávita börn fengju að halda lífi, en ekkert var gert til að efla þroska þeirra og skapa þeim lífsskilyrði við þeirra hæfi. Sú hugmynd var tíðarandanum fjarlæg. Hver skyldi sjá um sig og búa að sínu. Þannig liðu aldir. Afbrigðileg börn allra tegunda fengu að lifa, en enginn gaf gaum né bar umhyggjufyrirhinum sérstæðu þroskamöguleikum þeirra. Á okkar tímum er hugsjón almennr- ar menntunar viðurkennd. En það skipulag, sem gefur hverju barni kost á að njóta nokkurrar fræðslu, er ekki gamalt. Þegar einn helzti forvígismað ur alþýðufræðslunnar, Svisslendingur- inn Johann Heinrich Pestalozzi, tók að safna um sig vanhirtum, hungruð- um og villtum flóttabörnum Napo- leonsstyrjaldanna og kenna þeim bók- leg og verkleg fræði, þóttu það fáheyrð býsn. Síðan hefur stefna almennrar menntunar unnið sigur, að því er snertir heilbrigð börn. Og í skjóli hins almenna skóla hafa risið upp skólar lianda afbrigðilegum börnum. Ótrú- legri breytingu hafa þeir valdið á skömmum tíma. Málleysingjar voru áður taldir til fávita; nú verða þeir talandi og lærðir í margvíslegum greinum. Blindra barna beið áður volæðið eitt; nú er þeim kenndur lest- ur og ýmsar haglegar iðnir. Engin menningarþjóð lætur sér nú lengur nægja, að andlega veikluð og van- þroska börn fái að lifa; þær leitast við að nota út í æsar alla möguleika þeirra til náms og þroska. Þannig gerir hugsjón mannúðarinn- ar ólíkar kröfur til hinna ýmsu skeiða sögulegrar þróunar. Krafan, sem kristniboðar 10. aldar fluttu hingað til íands, var: matur og klæði einnig handa hinum ósjálfbjarga smælingja. Krafan, sem beinist til okkar á 20. öld, er: hjúkrun og hagnýt kennsla líka handa þeim, sem sakir veikinda, slysa eða annarra ósjálfráðra orsaka geta ekki fylgzt með á hinni venju- legu námsbraut. í annað sinn höfð- ar mannúðarhugsjón kristninnar til skilnings okkar á tilverurétti smæl- ingjans, en í þetta skipti er krafa henn- ar strangari — í samræmi við aukna getu nútímans. Hvernig verðum við íslendingar við hinni nýju kröfu? Ýkjulaust má segja, að við séum að vakna til skilnings á henni. Við eig- um sérskóla handa málleysingjum, annan handa blindum. Við einn skóla

x

Heimili og skóli

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimili og skóli
https://timarit.is/publication/1878

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.