Heimili og skóli - 01.12.1950, Blaðsíða 27

Heimili og skóli - 01.12.1950, Blaðsíða 27
HEIMILI OG SKÓLI 143 Stellu og félögum hennar á þessum viðsjárverðu og viðburðaríku árum, þegar stórtíðindi gátu gerzt á hverjum degi. — Þjóðverjarnir höfðu tekið skólann, svo að kenna varð öllum nemendunum í einni stofu, og allir kennararnir eru farnir burt nema einn. Á hverjum degi gerist eitthvað sögulegt og stundum æsandi. Skugg- inn af hinum erlendu óvinum fellur á allt daglegt líf, einnig hið glaða líf Stellu og skólafélaga hennar, en þessu fylgja einnig ævintýri. — Bók þessi mun gefa góða hugmynd um lífið í Noregi á hernámsárunum, þótt þar sé hvergi sagt frá hinum stærri og alvar- legri viðburðum. Kibba kiðlingur. Hörður Gunnars- son þýddi. — Þetta er skemmtilegt æv- intýri, með mörgum myndum, eink- um ætlað litlum börnum, sem eru far- in að stauta. Þegar ævintýri þetta kom út hjá Æskunni fyrir nokkrum árum, varð það svo vinsælt, að það seldist upp á skömmum tíma. Þetta er því önnur útgáfa. Og er ekki að efa, að henni verður einnig vel fagnað af hinum yngstu lesendum. Kappar, II. Marinó L. Stefánsson kennari tó.k saman. — Fyrir síðustu áramót kom út hjá Æskunni 1. bindi þessarar bókar og var vel tekið. Nú er komið 2. bindi og flytur, eins og hið fyrra, endursagða þætti úr íslendinga- sögunum, einkum sagnir af ýmsum af- reksmönnum. og hetjum sögualdar- innar. Þetta skemmtilega efni er lífg- að upp með nokkrum ágætum mynd- um, sem gera frásögurnar meir lifandi en ella. Prýðilegur frágangur er á öllum þessum bókum Æskunnar, og það er óhætt að mæla með þeim öllum, Æskan hefur jafnan fengið þann dóm, að útgáfubækur hennar væru í fremstu röð barnabóka hverju sinni, og svo mun enn vera. Frá Bókaútgáfu B. S„ Akureyri: Jónsi karlinn i Koti og telpurnar tvœr, efitr Guðmund L. Friðfinnsson. Höfundur þessarar bókar er bóndi frammi í Skagafjarðardölum, en hann virðist þó kunna vel að halda á penna, og hann kann einnig þá list að skrifa skemmtilegar sögur fyrir börn. Bók þessi gerist í sveit, og segir frá Jónsa í Koti og tveimur telpum, á aldur við liann. Þarna kemur að vísu margt fleira fólk við sögu, og frá mörgu er að segja, því að á hverjum degi gerist eitthvað sögulegt. Þessi skemmtilega barnabók lýsir vel lífi íslenzkra sveita- barna, eins og það var fyrir nokkrum áratugum, og er reyndar að mörgu leyti enn í dag. Bókin er prýdd nokkrum heilsíðu- teikningum. Frá Bókaútgáfurmi Björk, Rvík. Selurinn Snorri, eftir Frithiof Sælen. Vilbergur Júlíusson íslenzkaði. Þetta er fallegt ævintýri um selinn Snorra, sem á heima norður í Ishafi, og segir þar frá ævintýrum hans og viðureign við ísbjörninn Voða og stórhvelið Glefsir. Þótt það verði ekki séð af ævintýri þessu, er talið að það eigi að vera táknræn mynd af samskiptum Norð- manna og Þjóðverja á hernámsárunum, að minnsta kosti gerðu Þjóðverjar bókina upp- tæka, en hún hefur hlotið miklar vinsældir í heimalandi sínu og komið út í þremur út- gáfum. Auk þess sem ævintýri þetta er mjög skemmtilegt og hugðnæmt fyrir 7—10 ára börn, er þetta óvenjulega falleg bók. Á ann-

x

Heimili og skóli

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimili og skóli
https://timarit.is/publication/1878

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.